Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 22
26 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS velt að láta sér sjást yfir þau, einkum þar sem þau eru mismun- andi að lögun. Dagana milli rannsóknanna fann Ólafur Magnússon á Hnjóti nokkur met í sandinum, og sumarið 1966 kom enn eitt til safnsins ásamt fáeinum nöglum og beinabrotum, en flest metin komu í ljós, er sandurinn var skolaður. Höfðu þau veri'ð um það bil í miðri gröf, eins og hinir smáhlutirnir flestir. Metin eru 14 talsins, þar af eru tvö föst saman. Sjö eru aflöng, sum þeirra ferstrend og gildust í miðju, en sum sívöl og líta út eins og bútar af blýteinum. Hin eru óregluleg að lögun, flest þó kúlu- laga. Eitt þeirra líkist fljótt á litið hesti, en vel má það vera fyrir tilviljun eina. Hins vegar eru met í hestsmynd þekkt frá miðöldum og þá úr bronsi (19). Stærsta metið er 3,0 sm langt og 0,9—1,1 sm í þvermál og vegur 24,605 grömm. Á því er nokkur ryðlitur, og hefur það legið hjá járni. Þyngd hinna metanna er sem hér segir: 12,559 gr., 3,952 gr., 3,517 gr„ 2,570 gr„ 1.995 gr„ 1,455 gr„ 1,392 gr„ 1,367 gr„ 1,353 gr„ 0,416 gr. og 0,402 gr. Samföstu metin vega 11,239 gr. bæði. Metin eru öll óskreytt, en á einu þeirra er grænt, kristallað efni, lík- lega gler, hringinn í kring, og í því virðist vera einhvers konar kjarni. Smæstu metin virðast vera orðin eitthvað urin, og er viðbúið, áð þau hafi upphaflega verið örlitlu þyngri, en athyglisvert er, að met- unum virðist mega skipta í hópa eftir þyngd. Tvö hin þyngstu eru hvort í sínum flokki, en annað er þó um það bil helmingi þyngra en hitt. Þá koma tvö met, sem eru milli þrjú og fjögur grömm, eitt um tvö og hálft gramm, og fimm met, sem eru milli eitt og tvö grömm. Að lokum eru svo tvö, sem eru tæplega hálft gramm hvort (hér er samföstu metunum sleppt). Þyngsta metið, sem virðist lítið sem ekki hafa tærzt, mun líklega standa einn eyri og hið næsta hálfan eyri, en á ofanverðri víkingaöld mun eyrir hafa verið 22,5— 25 gr. (20). Minnstu metin eru léttust allra meta, sem fundizt hafa hérlendis. Metaskálar fundust engar eða leifar af þeim, enda eru þær miklu sjaldgæfari í kumlum en met. Leifar metaskála hafa aðeins fundizt í einu íslenzku kumli, að Kornsá í Vatnsdal í Húnavatnssýslu (21), en hins vegar eru met algeng í kumlum, og hefur bersýnilega ekki verið venja að láta met og metaskálar fylgjast að sem haugfé. Einnig mætti hugsa sér aðra skýringu á því, hve fátíðar metaskálar eru í kumlum miðað við metin. Margir kunna að hafa átt sín eigin met, þótt þeir ættu ekki skálar, og borið þau í pússi sínu. Hafa þeir þá gert það til þess áð þurfa ekki að eiga á hættu að kaupmaður, eða sá sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.