Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 40
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og haugfé, 309—313). Þó svona nælur séu til úr 7 kumlum, er
engin vitneskja til um legu nælanna í þeim, né heldur varðveitt
úr þeim bein, er að gagni mættu verða. Væntanlega hafa þessar
nælur verið bornar á brjósti og gefið frá sér spanskgrænu á lík-
um stöðum og kinga í langri snúru.
4) Fingurhringur. Aðeins einn kumlfundinn bronshringur er til, en
búið var að raska kumlinu svo stórlega, þegar það var rannsakað,
að enga vitneskju var að fá um upphaflega legu hans, né hvaða
bein hann kynni að hafa litað (Árb. 1965, 45—46). Sama máli
gegnir um þann eina silfurhring, sem fundinn er í kumli, að eigi
er vitað, hvernig hann var borinn. Líklegast hafa hringar verið
bornir í heiðni líkt og nú er almennast, á baugfingri, og mætti þá
vænta spanskgrænu á nærkjúku þess fingurs og trúlega einnig
beggja aðliggjandi fingra.
5) Bjalla. Slíkar bjöllur hafa tvívegis fundizt í kumlum. Úr öðru
þeirra, Brú, Biskupstungum, eru engin bein varðveitt og ekkert
vitað um legu bjöllunnar. Úr hinu, Kornsá í Vatnsdal, er áðeins
varðveittur hluti af hauskúpu með kjálka. Líkið virtist hafa
legið á bakið, járnketill var yfir hauskúpunni, silfurnál, 2 tungu-
nælur, metaskál og bjalla lágu hægra megin við beinagrindina
(Kt. 52). Engin spanskgræna er á beinunum, enda þess ekki að
vænta, hafi munirnir verið í upprunalegri legu, en það tel ég
mjög vafasamt. Það má telja sennilegast, að þessar smábjöllur
hafi verið bornar í snúru um hálsinn líkt og kingur.
6) Undinn vír og bronshúö af meti. Óvíst er um þessa muni, en senni-
legast er, að þeir hafi verið geymdir í pússi við belti.
Þá eru taldir þeir bronsmunir, er fundust í Vatnsdal, og er það
allt haugfé, sem vant er að fylgja konum, en því miður veita fyrri
fundir slíkra muna engar upplýsingar, er til stuðnings mættu verða
við lausn á viðfangsefninu. Eg hef því athugað um aðra bronsmuni,
er konum fylgja, hvort um þá væri einhverjar jákvæðar niðurstöð-
ur að hafa. Þríblaðanælur hafa fundizt í 5 kumlum (Kuml og haugfé,
303—309) og þar vill svo vel til, að um eitt þeirra, það að Hafur-
bjarnarstöðum, er til fullkomin vitneskja (Árb. 1943—48, 108). 1 því
var að heita ósködduð konubeinagrind, sem hvíldi á hægri hlið, hægri
handleggur beinn aftur með grafarveggnum, vinstri handleggur
krepptur. Fætur voru mjög krepptir um hné og mjaðmir. Hring-
prjónn úr bronsi lá á miðju brjósti konunnar og þríblaðanæla lá
ofan við prjóninn. Spanskgræna er á 4.—6. rifi hægra megin. Líklegt