Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 96
96 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS g'eirsstöðum hafi uppblásturinn verið hafinn og skemmdir orðnar, en hve miklar er ekki hægt að fullyrða, þótt nærri því megi komast. Alls ekki svo miklar, að numið hafi verðfalli, sem nam tuttugu hundruðum á landsvísu. Þá hefir verið vel á málunum haldið. í ann- an stað má ætla, að skógarítakið hafi einnig verið tekið að spill- ast. Einhver vandræði hafa verið orðin í því sambandi, því að fyrir 1679 hefir fallið dómur um skógarhögg í Næfurholti Ás- mönnum í vil og um fullrétti þeirra.35 Mun hvort tveggja vera í fullu samræmi við breytingar á gróðrarfari í Rangárvallasýslu á þessu tímabili, þótt hér sé ekki staður til að gera því máli nánari skil. Hvort fjöruítakið hafi einnig spillzt, skal ekkert sagt um. í þriðja lagi að einhver eða einhverjar nærliggjandi jarðir hafi í skiptabréfunum verið taldar með Áseigninni, sbr.: „Ás í Holtum og þeim jörðum er þar til liggja“. En hér ber enn að sama brunni um það, sem sagt var um Jólgeirsstaði hér á undan. Næsta vísitazía er dagsett 28. ágúst 1662. Er þar aðeins vísað til fyrri vísitazíugerðar og síðar bætt við: „En þar sem vísitazíu- bók Gísla biskups Jónssonar fannst ekki, þá verður ekki grein á gjörð kirkjunnar peningum eftir henni“. Þriðja vísitazían er dagsett í Ási 23. ágúst 1668, og eru þau atriði hennar, sem hér skipta máli svohljóðandi: „Anno 1668, 23. Augustie viseteruð kirkjan í Ase í Holltum upplesnar hennar tvær fyrirfarandi visitaziur, sem skrifaðar voru 1644 og 1662, hún á að eiga eftir gamalli máldagaskrá er Markús Snæbjörnsson auglýsti jörðina Jólgeirsstaði, dýrleika á henni vita menn nú ekki, liggur hún norðast í Ásjarðarlandi“. (Þá kemur frásögn um fjöruna, sem Kolbeinn Pétursson gaf, og mörk hennar o. fl., en hér á eftir er niðurlagið) „Hér finnst ekkert af kirknaeign í vísitazíu sáluga herra Gísla Jónssonar, því verður ekki eftir henni gengið, því stendur allt sem áður hefir skrifað verið í fyrrskrifuðum vísitazíum í vörzl- um og varðveizlu staðarins eigenda, kirkjunnar forsvarsmanns Markúsar Snæbjörnssonar, bæði sosem var innskrifað 1644 og 1662“. Það er auðsætt af vísitazíugerðunum, að Brynjólfur biskup hefir verið óánægður með heimturnar, þótt eignir Áskirkju og tekjur fáskrúðugar og plöggin ekki glögglega skrifuð. En þar eð hann hefir ekki haft nægileg gögn í höndum, lætur hann allar frekari kröfur niðurfalla og kvittar eigandann að fullu árið 1668. Og það 3 5 Alþingisbækur Islands VII, bls. 478.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.