Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 73
ÁKVÆÐI UM BEINAFÆRSLU 73 að hauss sá mundi ekki auðskaddur fyrir höggum smámennis, meðan svörður og hold fylgdi.“ (Isl. fornr. II, 298—299). Þessi frásögn er um margt þjóðsagnakennd og ekki allskostar sennileg. Það má e. t. v. kenna um bernsku kristninnar hér á landi, að Þórdís lætur flytja haugbúa, þó aldrei nema prímsigndur væri, í vígðan reit og það undir sjálft altari'ð í kirkjunni; en allir, er hand- leikið hafa hauskúpu gamalmennis, vita að hún stenzt ekki högg axarhamars. Þessi atriði afsanna þó ekki merg málsins, að kirkju- garðurinn hafi verið grafinn, og ætti það þá að hafa verið um 1150. Eyrbyggja hefur þessa lýsingu á beinaflutningi: „Snorri goði andað- ist í Sælingsdalstungu einum vetri eftir fall Ólafs konungs ins helga; hann var þar jarðaður að kirkju þeirri, er hann hafði sjálfur gera látið. En þá er þar var kirkjugarður grafinn, voru bein hans upp tekin og færð ofan til þeirrar kirkju, sem nú er þar; þá var þar við stödd Guðný Böðvarsdóttir, móðir þeirra Sturlusona, Snorra, Þórðar og Sighvats, og sagði hún svo frá, að það væri meðalmanns bein og ekki mikil. Þar kvað hún þá og upp tekin bein Barkar ins digra, föð- urbróður Snorra goða, og sagði hún þau vera ákaflega mikil. Þá voru og upp tekin bein Þórdísar kerlingar, dóttur Þorbjarnar súrs, móður Snorra goða, og sagði Guðný þau vera lítil kvenmannsbein og svo svört sem sviðin væri, og voru þau bein öll grafin niður þar, sem nú stendur kirkjan" (ísl. fornr. IV, 183—184). Þessi frásögn öll hefur á sér sannindablæ, og ætti þessi beinafærsla áð hafa orðið nálægt 1200. í Ólafs sögu helga er þessi sögn um legstað Bjarnar Hítdælakappa: „Björn var grafinn á Völlum, því að þar var þá kirkja, hvíldi Björn þar lengi síðan, þar til er staður efldist að Húsafelli, var þá upp tekin kirkjan á Völlum og grafinn garðurinn, og öll bein færð í Hítardal, þau er þar höfðu jörðuð verið. Björn hafði í klæðum verið niður settur; og er bein hans voru upptekin, þá var allt hold hans fúið og öll klæði, svo að engan stað sá, nema sú ein silkiræma, er Ólafur konungur hafði átt, hún var heil og ósökuð, svo sem hún hefði aldrei í jörð komið. Nú sýndist í þessum atburð mikill heilagleikur Ólafs konungs, að sá einn hlutur var ófúinn í jörðu á beinum Bjarnar, er helgazt hafði af líkama Ólafs konungs; sú silkiræma var síðan höfð til messufatalinda, og er nú á þeim bæ, er í Görðum heitir á Akra- nesi“ (Fornmannasögur IV, 110—111). Stytt frásögn af þessum atburði er í Bjarnar sögu Hítdælakappa (ísl. fornr. III, 134). Guðni Jónsson álítur, að báðar frásagnirnar séu runnar frá sömu heimildinni, sem hafi verið skráð af Runólfi presti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.