Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 33
LÝSING MANNABEINA
37
að utanver'ðu. Byrjandi gigtarbreytingar á bolröndum hryggjarliða
og víðar. Enginn kjálka- eða gómgarður, en greinilegur kinnkjálka-
garður.
Hauskúpuhvolfið er heilt, og hinn hluti hauskúpunnar er límdur
saman úr mörgum brotum, svo mikið til heil hauskúpa fæst. Hún er
í meðallagi stór (cranial module: 151,0) með mikla brúnaboga, og
breidd hennar er mjög lítil í hlutfalli við lengdina, svo lengdar-
breiddar-vísitalan verður mjög lág, 69,8 (hyperdolichokran). Hæð
hauskúpunnar er lítil miðað við lengdina, en mikil í hlutfalli við
breidd hennar (lengdar-hæðar-vísitala 69,8 og breiddar-hæðar-vísi-
tala 100,0) og ennið er breitt miðað við hauskúpubreiddina (breiddar-
ennisbreiddar-vísitala 76,1). Andlitið er mjög langleitt (andlitsvísi-
tala 99,3 og yfirandlitsvísitala 61,8), nefstæðið mjög hátt miðað við
breidd (nefvísitala 38,9) og augntóttin sömuleiðis há miðað við breidd
hennar (augntóttarvísitala 90,5 h.).
Útlimabeinin eru frekar sterkleg, upparmsleggjar-sveifar-vísitala
74,8 h. og 74,7 v. og lærleggjar-sköflungs-vísitala 79,1 h. og 79,2 v.
Líkamshæðin er 171 sm eða í meðallagi.
H 127. Beinagrind um 35 ára karlmanns. Haussaumar eru mikið
til loka'ðir að innanverðu og að %—(4 að utanverðu, nokkur eyðing
er á tanngarði. Það er greinilegur kjálkagarður, en engir góm- eða
kinnkjálkagarðar. Hægri, hliðlæga framtönnin í efri gómi er lítil og
stendur dálítið innar en aðliggjandi tennur.
Hauskúpan, sem er límd saman úr fjölda brota og ekki fyllilega
rétt, er frekar stór, meðalvídd hennar er 159,3 og lagið er meðallang-
höfða (lengdar-breiddar- vísitala 76,2) og með meðalhátt höfuð, bæði
í hlutfalli við lengd og breidd þess (lengdar-eyrnahæðar-vísitala 61,5
og breiddar-eyrnahæ'ðar-vísitala 80,7). Ennið er mjótt miðað við
hauskúpubreiddina, breiddar-ennisbreiddar-vísitala 62,5. Andlitið er
í meðallagi langleitt (andlitsvísitala 86,0 yfirandlitsvísitala 53,7),
nefstæðið hátt miðað við breidd, nefvísitala 43,1.
Útlimabeinin eru löng, en frekar grönn. Lærleggjar-sköflungs-vísi-
tala er um 80,5. Líkamshæðin 175 sm er í góðu meðallagi til há.
Þegar dregið er saman það, sem sagt hefur verið hér að ofan um
hvern þessara 7 manna, sést, að af þeim eru 4 karlar og 3 konur, og
er það eðlileg skipting milli kynjanna og lík því, sem er á þeirn beina-
grindum úr heiðni, er áður hafa fundizt hér á landi, þ. e. 58 karlar
og 50 konur. En það er áberandi, hve Vatnsdælir hafa verið ungir, er
þeir létust, 5 þeirra (71%) hafa örugglega verið innan við þrítugt og