Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 44
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þessum beinum, en ólíklegt, að armbaugarnir og fingurhringurinn
hafi gert það.
H 122. Litur beinanna er ljósgulgrár til gulbrúnn. Spanskgræna
er aðeins á forkjálka (os incisivum) og hefur hún eflaust komið á
hann í beinahrúgunni.
H 123. Beinin eru ljós-gulbrún að lit. Spanskgræna er á hnakka-
skeljarbroti, bæði að utan og innan og á brotsárinu, en engin á að-
liggjandi brotum, svo hún hefur vafalaust komið á beinið í hrúgunni.
Spanskgræna er aftanvert á axlar- og bringubeinsendum hægra vi'ð-
beins, hún nær saman um miðbikið, en er dauf þar. Hún verður
naumast útskýrð út frá þeim munum, sem kunnugt er um, og er
varla heldur út frá kúptri nælu, þar sem spanskgrænan er að aftan-
verðu, og engin á hægra herðablaði. Á mótum neðsta og miðþriðj-
ungs vinstri framarmsleggja er spanskgræna, framan og hliðlægt á
sveif og framan og miðlægt á öln, ennfremur aftan á miðlægum helm-
ingi sveifar niður undir úlnlið. Neðsta hlutann á vinstri öln vantar.
Þetta gæti verið eftir armbaug, en hægra geirstúfsbeinið, sem loddi
vi'ð armbaugana, er ekki úr þessari beinagrind, að því er bezt verð-
ur séð. Spanskgræn;) er á vinstri lærlegg, 3 aðgreindir blettir að
framan- og aftanverðu um og ofan við miðjan legg, þeir eru vafa-
laust tilkomnir í beinahrúgunni. Sama er að segja um spanskgrænu
á milli rifhnjóts og rifhorns á einu vinstra rifi. 1 vinstri hendi er
spanskgræna á krókbeini og grunni IV. hnúaleggjar, í þeirri hægri
er mjög dauf spanskgræna á aðliggjandi liðflötum kollbeins og krók-
beins; dauf á öllum IV. hnúalegg, einnig liðflötunum; sterk spansk-
græna er handarbaksmegin á I. hnúalegg, höfuðið er frítt, en hún
gengur yfir á liðflöt grunnsins. Mestar líkur eru til, að spanskgræn-
an á öllum þessum handarbeinum sé tilkomin í beinahrúgunni, þó
gæti liturinn á vinstri handar beinunum kannske stafað af arm-
bauginum, en frekar hefði maður þá gert ráð fyrir að sjá hann á
fleiri úlnli'ðsbeinum og á grunni V. hnúaleggjar. Dauf spanskgræna
er á nærkjúku hægri þumalfingurs, einkum hliðlægt á henni; greini-
leg spanskgræna er handarbaksmegin, nærri grunni nærkjúku og
mjög dauf á kjúkuhöfði vísi- eða baugfingurs, en óvíst hvorrar hand-
ar; vottur af spanskgrænu er handarbaksmegin á allri kjúkupípu
nærkjúku, sennilega löngutangar; greinileg spanskgræna er handar-
baksmegin á grunni og nær yfir á liðflöt hans á miðkjúku, en óvíst
hvaða fingurs og á hvorri hendi. Þessi spanskgræna á fingurkjúkun-
um er ekki þessleg, að hringur á nærkjúku hafi valdið henni, því á
engri þeirra er spanskgræna einnig lófamegin, né aðeins á annarri