Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 99

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 99
JÓLGEIRSSTAÐIR 99 afkomumöguleika á hverri jarðeign sýslunnar og hvernig hún var setin að kunnugra manna áliti. Að fráskilinni jarðeigninni Þykkvabæ, sem skarar langt fram úr, er Ás talin ein hinna dýrmætari eigna í sýslunni. Landskuld telja þeir vera hæfilega átta hundruð á landsvísu og leigukúgildi tólf eins og verið hafði, en til viðbótar ætluðu þeir tuttugu eignarkúgildi, sennilega á heimajörðina. (Eignarkúgildi á sjálfsábúð er nýmæli í reikningsbókinni). Er auðsætt, að hinir vísu menn hafa talið land- kosti í ágætu lagi, og er það fróðlegt til samanburðar við önnur um- mæli fyrr og síðar. Biskuparnir Þórður Þorláksson og Jón Vídalín endurtaka í vísi- tazíugerðum sínum bókfærslu Brynjólfs biskups í hans vísitazíu- gerðum og vísa til hennar. Nær sú greinargerð fram til ársins 1719. f Jb. Á. M. árið 1709, gefur Bjarni Gíslason lögréttumaður í Ási lýsingu á ásigkomulagi Jólgeirsstaða.37 En hann hafði veriö eig- andi Ástorfunnar og kirkjunnar og var nú ábúandi á heimajörð- inni. Er frásögn hans á þessa leið: „Er sögn manna, að í gam- alli tíð hafi hér byggð verið, og eru þar merki til tóftabrot af grjóti, sem til vottar, líka mannabein og tegund af málmi, er kemur úr sandinum nær blástur gengur. Þetta plátz og þar umkring er nú sandi kafið að lengd sem svarar til hálfri bæjarleið. Á kirkjan í Ási þessa Jólgeirsstaði, þeir hafa ekki byggðir verið frá elztu manna tíð, og löngu fyrr, kunna og aldrei aftur að byggjast, því þetta er allt eyðisandur, sem áður sagt er“. Á uppblásturinn verður síðar minnzt. En með tilliti til framan- ritaðra ummæla er rétt að minnast þess, að úr nálega hverri ein- ustu jarðarlýsingu í Jb. Á. M. skín almennt vonleysi og kvíði jarð- eigenda og leiguliða fyrir nýjum álögum og hækkandi landskuld- um. Menn drógu úr kostum jarða sinna eða eigna, en ýktu um ókostina á sama hátt. Og það er ekki of mikið sagt, að Bjarni í Ási var enginn eftirbátur í því. Hann kvartar um, að lækirnir Rauðalækur og Steinslækur beri sand og möl á engjar hinna ýmsu hjáleigna og eyðileggi þær, en varast að geta um það, að jafnframt bæti þeir grasvöxtinn. — Hann viðurkennir, að ofboðlítil silungs- veiði sé frá Hóli, af því bóndinn á Efri-Hömrum hafði gloprað því út úr sér, að Markús, tengdafaðir Bjarna, hefði áður haft silungakistu í læknum, fyrir landi beggja jarðanna. Annars væri engin veiði fyrir Ásjarðalandi, og var þó vitaskuld veiði í báðum 3 7 Jarðabók Á. M. og P. V. I, bls. 365.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.