Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 134
134
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þjóðminjasafninu er minjagripur einn, sem tengdur er minningu
þessara óhugnanlegu tíðinda, og er þó harla óvíst, hve haldgóð þau
tengsl eru.
Hinn 1. desember 1908 skrifaði merkisbóndinn og fræðimaður-
inn Stefán Jónsson á Munkaþverá í Eyjafirði (d. 9. nóv. 1943)
Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði, og er bréf hans fyrst og
fremst svar við fyrirspurn um rúnastein, sem kallaður var Blá-
hosusteinn (nú Þjms. 5629). En hann víkur að fleira í bréfinu, og
þar segir m. a. orðrétt:
„Eg hefi undir höndum exi, sem munnmæli segja, að sé gömul
„skarparéttarexi" og að Kálfagerðisbræður hafi verið höggnir með
henni, en sönnur á því veit eg ekki og sögu hennar get eg ekki rakið,
nema að faðir minn og afi hafa átt hana, en hvaðan hún er komin
í ættina, veit eg ekki. Mér þykir þetta ekki alveg ósennilegt af þeim
ástæðum, að fyrst og fremst er hún nokkuð gömul og svo er hún
stærri og blaðið þynnra en ketexir voru hér síðari hlut 18. og fyrri
hlut 19. aldar, þegar öll verkfæri úr járni voru svo slæm. — Ef
þér álítið, að hún ætti að komast á forngripasafnið, þá er eg ekki
frá því. — Eg man eftir, að eg sá fyrir nokkrum árum á Möðru-
völlum í Hörgárdal exina, sem þau voru höggvin með Friðrik og
Agnes. Hefir safnið fengið hana? Þar var ekki að efast um að væri
rétta exin.“
Matthías Þórðarson var ekki farinn að taka afrit af bréfum
sínum um þessar mundir, og er því ókunnugt, hvað hann kann
að hafa skrifað um þetta mál sem önnur í bréfum til manna. En
á þetta bréf Stefáns hefur hann skrifað, að hann hafi svarað því
munnlega hinn 2. apríl 1909. Sjálfsagt hefur hann þá verið að
biðja Stefán um öxina handa safninu, svo og aðra hluti, sem hann
hafði minnzt á í bréfi sínu, t. d. íslenzka ljái. Stefán hefur orðið vel
við þessu, því að 18. maí 1910 fær safnið frá honum þrjá ljái (Þjms.
5923—25). Einnig mun hann hafa sent öxina, en Matthías Þórð-
arson virðist hafa talið sig geta ráðið af einhverju, að hún gæti
ekki verið böðulsöxin frá 1752. Virðist svo sem hann hafi fært
þetta í tal við Pálma Pálsson og Pálmi látið sér til hugar koma,
að önnur öxi, sem hann mundi eftir á Munkaþverá, kynni að vera
böðulsöxin. Matthías hefur skrifað Stefáni á Munkaþverá um
þetta, og kemur það óbeint fram í svarbréfi Stefáns, dags. 3. maí
1910, en þar segir Stefán svo:
„Eg get vel fallizt á, að exin, sem eg sendi, sé ekki sú rétta af-
tökuexi, en eg er á því, að hin, sem hér er, sé það þá ennþá síður,