Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 145

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 145
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1965 145 allt eftir því, hvort maðurinn á hverjum stað á meira undir veiðiskap eða gróðri jarðar. Þessar myndir eru því trúarsögu- legar og menningarsögulegar heimildir fyrst og fremst, og á því sviði eru þær óþrjótandi í margbreytileik sínum, þótt oft vilji verða erfitt um túlkun og sitt geti sýnzt hverjum. Meira en flest annað lífga þær upp hinar einhæfu heimildir vorar um hinar löngu forsögualdir, þar sem við ekkert er að styðjast nema þröngan hóp verkfæra, vopna og skartgripa og þó þeirra einna, sem gerð voru af málmi eða steini. Og listaverk eru þessar myndir, þótt aldrei nema listamennirnir hafi ekki vitað það sjálfir. Þetta er frumstæð list, með hennar styrk og veikleika, minnir á list barna og ber vitni um ferska sjón barnsins og hins frumstæða manns og hæfileika til að ná sterkum áhrifum með hinum einföldustu meðulum. Þetta er list, sem orkar sterkt á nútíðarmenn ekki síður en hin frægu ísaldarmálverk á Frakk- landi og Spáni, enda runnin upp af sams konar menningu, bjarg- ræðisháttum og hugarheimi, þótt langir tímar skilji á milli og erfitt sé talið að sýna fram á beint og órofið samband. Mér er það sérstök ánægja að geta boðið til þessarar sýningar hér á Islandi. Slík listaverk hafa ekki verið sýnd hér áður, og þess er að minnast, að í Noregi standa rætur íslenzku þjóðarinnar. Þessi verk bera oss boð frá þeim eldforna tíma, þegar forfeður vorir festu byggðir á Norðurlöndum og sóttu norður eftir, jafn- ótt og löndin komu undan ísaldarjöklinum mikla. Það sakar sízt, þótt Islendingar séu stöku sinnum á það minntir, að saga þeirra nær lengra aftur en til 874. Mér er ljúft að þakka öllum, sem átt hafa hlut áð því, að þessi sýning er haldin, þeim ágætu norsku fræðimönnum, sem gert hafa hana svo smekkvíslega og um leið fræðimannlega úr garði, menntamáladeild norska utanríkisráðuneytisins, fyrrver- andi sendiherra Noregs hér á landi og núverandi sendiherra Tor Myklebost. Að lokum vil ég geta þess, að sýningin verður opin til og með 20. þessa mánaðar, daglega kl. 2—10, og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Þá vildi ég mega biðja sendiherra Noregs, herra Tor Mykle- bost, að opna sýninguna. Sendiherrann opnaði síðan sýninguna með ávarpi. — Sýning þessi vakti athygli að verðleikum og varð gestafjöldi um 1500. Þess má að lokum geta, að þjóðminjavörður sá að verulegu leyti 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.