Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 123
TlU SMÁGREINAR
123
frá hinum kunna ljósmyndara Birni Björnssyni kaupmanni á Norð-
firði til Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar. Bréfið er dagsett
15. nóv. 1939 og er á þessa leið:
„Snemma í ágústmánuði 1938 fór ég á bíl norður í land. Á leið
minni kom ég að svokölluðum „Gömlu-Grímsstöðum“ á Fjöllum, þ.
e. rústum Grímsstaða, þar sem bærinn stóð, áður en hann var fluttur
þangað sem hann nú stendur, fyrir eitthvað um 30 árum, að því mér
er sagt.
Undir tóftarbroti einu hægra megin við veginn, þegar norður er
farið, fann ég uppblásna mannabeinagrind eða beinahrúgu, réttara
sagt, innan um nokkra steina, sem sennilega hafa verið notaðir við
dysjunina. Ég tók mynd af þessu og sendi yður hana hér með.
Mér er sagt, áð aldrei í manna minnum hafi verið kirkja á Gríms-
stöðum. Einnig er mér sagt, að bærinn muni ekki hafa staðið þarna
mjög lengi, heldur verið fluttur þangað frá enn öðrum stað vegna
uppblásturs eins og þessi.“
1 bréfi þessu er að vísu ekki mikinn nýstárlegan fróðleik að finna,
en þó þykir rétt að halda því til haga í sambandi við rannsókn þá á
Gömlu Grímsstöðum, sem fjallað er um í áðurnefndri grein. Myndin,
sem Björn kaupmaður vitnar í í bréfinu, er í Þjóðminjasafninu, en
hefur einu sinni verið birt, í grein minni um útfararsiði í fornöld
og á miðöldum, sem birtist í Dansk ligbrændingsforenings beretning
for 1953. Myndin er þar á bls. 73.
4. Róðukross í Garpsdalskirkju.
I Garpsdalskirkju í Barðastrandarsýslu er Kristsmynd, útskorin
úr eik, gerð sem mjög hátt upphleypt rismynd, þannig að höfuð,
fætur og armar eru skornir allt umhverfis, en bakið er áfast sléttri
fjöl þunnri, sem skorin er úr sama kubbnum og myndar stofn kross-
ins. Armarnir eru hins vegar skornir hvor í sínu lagi, og það hefur
þvertré krossins einnig verið, en það vantar nú. Líkamshæðin er 46,5
sm, en faðmurinn út á fingur er 50,5 sm. Breidd fjalarinnar, sem
táknar krosstréð, er 8 sm. Myndin ber nú eikarlit, en leifar af blá-
grænni málningu sjást á lendaklæði, krosstré og þyrnikórónu, en