Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 1
ÞÓR MAGNÚSSON
PRÓFESSOR JÓN STEFFENSEN
Minningarorð
Prófessor Jón Steffensen, fyrrum formaður Hins íslenzka fornleifafélags,
lézt hinn 21. júlí 1991, rúmlega hálfníræður að aldri, fæddur 15. febrúar
1905. Vill Arbók minnast hans fáum orðum, mikils velgerðamanns Forn-
leifafélagsins og ekki síður Þjóðminjasafnsins og íslenzkra minjarannsókna,
og verður þó aðeins stiklað á hinum stærstu þáttum í lífi hans.
Jón var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Valdemars Steffensens lækn-
is og Jennyar konu hans, er var danskrar ættar. Hann átti tvo hálfbræður,
Björn endurskoðanda og Valdemar, er lézt á unga aldri.
Jón lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands 1930 og stund-
aði síðan almennar lækningar um skeið, var meðal annars um nokkurra
ára bil héraðslæknir í Miðfjarðarhéraði. Síðan var hann við framhaldsnám,
einkum í líffærafræði og lífeðlisfræði, við erlenda háskóla og rannsóknar-
stofnanir, en var skipaður prófessor í líffæra- og lífeðlisfræði við Háskóla
íslands 1937, en eingöngu í líffærafræði frá 1957 og til þess er hann lét af
starfi árið 1970, og hafði þó á hendi kennslu nokkru lengur.
Jón mun fyrst hafa tengzt Þjóðminjasafni Islands með rannsóknunum í
Þjórsárdal árið 1939, en þá sá hann um uppgröft og rannsóknarú rvinnslu
þeirra mannabeina, sem komu upp úr hinum forna kirkjugarði á Skelja-
stöðum. Hófst þar með áratugalangt vísindastarf hans við mannfræðirann-
sóknir, er byggði ekki sízt á fornum mannabeinum frá fornleifarannsókn-
urn hérlendis. Er ljóst, að þarna kviknaði fræðaeldur Jóns, því að hér hóf
hann ekki aðeins beinarannsóknir, sem beindust að rannsókn á heilsufari
og líkamsvexti Islendinga á fyrri öldum, heldur leiddu þær síðan til marg-
víslegra rannsókna á sögu lækninga og læknisfræði og heilsufari lands-
manna fyrrum og þá ekki síður menningu Islendinga á fyrri öldum.
Varla mun neinn annar hafa sinnt þessum rannsóknarþætti að marki
fyrr en Jón tók að fást við hann. Var það mikið happ, að hann skyldi veljast
til þess, svo nákvæmur og vel menntaður vísindamaður sem Jón var á
þessu sviði. Upp frá þessu tók Jón síðan til meðferðar og rannsóknar öll