Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. mynd. Þýskur handknúinn skotrokkur.
Trérista frá 1519 eftir Steffen Arndes.
ÚrHoffmann (1942), bls. 25.
Talið er að danska heitið skotrok
tengist því að Danir hafi fengið
rokkinn frá Bretlandseyjum (Skot-
landi).21 í stjórnartíð Kristjáns kon-
ungs V, árið 1671 eða 1695, kallaði
danskt yfirvald til karl og konu frá
Hjaltlandi - en Hjaltland laut
breskri stjórn sem kunnugt er - og
sendi til Færeyja til þess meðal ann-
ars að kenna eyjarskeggjum skot-
rokkspuna.22 Hafa Danir þá verið
búnir að fá einhverja reynslu af handknúnum skotrokkum, því að af varð-
veittum skjölum má sjá að þegar árið 1607 voru fimm Schotterocker fengnir
til tukthússins í Kaupmannahöfn sem þá var nýlega stofnað og starfrækt
þar spunastofa (sbr. 9. mynd) og vefsmiðja,23 og í annarri danskri heimild,
uppskrift á innbúi frá 1651, er skráður skotrokkur, raunar ásamt sex öðrum
rokkum, væntanlega spunarokkum.24 I dönsku orðabókarhandriti frá lok-
um 17. aldar er skotrokki lýst sem rokki með stóru hjóli sem notaður sé á
textílverkstæðum.25 í Kristjaníu (Osló), þar sem stjórnin hafði komið upp
tukthúsi með slíku verkstæði á fimmta áratug 18. aldar, var 1789 auglýst
kennsla í enskum skotrokkspuna að verksmiðjuhætti, Engelsk Spinden paa
Skot-Rok, efter Fabrik-Maade, og spunnið var á skotrokka í tukthúsi í Dan-
mörku, í Odense, 1797,26 og í spunaverksmiðju í Kongsberg í Noregi að
minnsta kosti 1798-1803.27
Miðað við gerð rokkhjóla þekkjast þrjú afbrigði af handknúnum skot-
rokkum frá Norður-Evrópu: rokkar með hjóli úr breiðri svigagjörð eins og
meðal annars tíðkaðist - og tíðkast enn - í Færeyjum (sbr. 8. mynd),28 með
hjóli úr tveimur mjóum gjörðum og bandvafningi á milli, og með hjóli
eingöngu úr pílárum með þverspýtum sem rokkstrengurinn hvíldi á. Hafa
skotrokkar af öllum þremur gerðum varðveist í Noregi,29 og af tveimur
fyrri gerðunum í Svíþjóð.30 Enginn handknúinn skotrokkur hefur varðveist
í Danmörku svo vitað sé.31