Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 142
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Fram var haldið rannsóknum á Granastöðum í Eyjafirði og einnig var
minni háttar könnun á svonefndum Dómhring eða Lögréttu á Heynesi í
Innri-Akraneshreppi, sem gæti þó verið tóft frá miðöldum. Þá var einnig
könnuð útbreiðsla mannvistarlaga á Hálsi í Hálsasveit.
Að auki var unnið að skýrslugerð um ýmsar rannsóknir fyrri ára, þannig
vann Mjöll Snæsdóttir að úrvinnslu rannsóknanna á Stóruborg og að gerð
sýningar um rannsóknir þar, svo sem fyrr var nefnt.
Forvörzhideild. Deildin eignaðist á árinu ýmis nauðsynleg tæki til for-
vörzlu, svo sem frostþurrkunartæki frá þjóðminjavarðarembættinu í Stokk-
hólmi og útbúnað fyrir sandblásturstæki og lofttæmiofn. Einnig var settur
upp stór þvottavaskur og smíðaðar innréttingar. Er vinnuaðstaða þar þó
mjög þröng.
A árinu forvarði Margrét Gísladóttir deildarstjóri margs konar textíla úr
safninu, sjö altarisklæði og hökla úr sýningarsölum, altarisbrún og altaris-
klæði frá Skarðskirkju á Skarðsströnd og jarðfundna textíla frá rannsókn-
unum á Bessastöðum.
Halldóra Asgeirsdóttir forvarði trémuni þaðan svo og frá Stóruborg,
sem voru frostþurrkaðir. Var gerð forvörzluskrá um þessa hluti og síðan
gengið frá þeim í viðeigandi umbúðum. Þá gerði hún skýrslu um forvörzlu
altarisbríkurinnar miklu í Hóladómkirkju.
Kristín H. Sigurðardóttir forvarði ásamt Halldóru marga gripi úr safn-
inu, sem sendir skyldu á sýninguna ytra er fyrr hefur verið getið, einnig
forvarði hún gripi frá rannsóknum í Reykholti og á Bessastöðum.
Að auki unnu forverðir við uppsetningar sýninga safnsins og veittu
margs konar ráðgjöf, meðal annars í Arbæjarsafni og Minjasafninu á Ak-
ureyri vegna frágangs muna í nýjum geymslum og í Nesstofusafni vegna
hönnunar geymslna.
Mi/ndadeild. Þegar ljósmyndari kom í fast starf var tilhögun myndamála
breytt, hætt er útlánum frummynda og platna en myndaþjónusta seld skv.
gjaldskrá. Aðbúnaður myndasafnsins er nú mun betri og það aðgengilegra
en var eftir endurbætur á Bogageymslu.
Inga Lára Baldvinsdóttir gerði spjaldskrá yfir plötusafn Haralds Blön-
dals eftir skrá, er hún hafði áður gert, þá var hafin spjaldskrárgerð um
plötusafn Jóns Kaldals.
Guðrún Sigurðardóttir og Páll Björnsson á Fagurhólsmýri luku skrán-
ingu plötusafns Helga Arasonar og Halldór J. Jónsson lauk skráningu safn-
auka mannamynda 1986 og skráði úr safnaukum 1987 og 1988.
Frumskrár myndasafnsins voru ljósritaðar til daglegra nota.
Gerð voru skipti milli Þjóðminjasafnsins og Listasafnsins, lét Þjóðminja-
safnið myndir af listrænum toga sem voru skráðar í Ijós- og prentmynda-