Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 74
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
væri að Stjörnu-Oddi hefði haft einhvers konar bækistöð í Arnargerði. Var
þá upphaflega haft í huga það líkan að athugandi hefði staðið í miðju
gerðinu og notað garðinn sem viðmiðun um sólargang, t.d. með því að
setja þar niður stengur til að miða í. Síðar voru önnur líkön einnig tekin
til athugunar.
Þeir Guðmundur og Þorsteinn fengu styrk úr Vísindasjóði til fornleifa-
rannsókna í Arnargerði 1990. Einnig fékk Þórir Sigurðsson styrk til verk-
efnisins frá Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri. Er þessi aðstoð hér með
þökkuð svo sem vert er.
Hinn 1. júlí 1990 var aftur haldið út í Flatey. Auk Guðmundar, Þorsteins
og Þóris slóst Grétar Guðbergsson jarðfræðingur með í förina og sá hann
um jarðfræðilegar greiningar í leiðangrinum. Aðstoðarmenn voru þeir
Björn Þorsteinsson og Þorsteinn Jónsson. Komið var til Húsavíkur um kl.
19.00 um kvöldið og upp úr kl. 20.00 var siglt af stað út í Flatey á Sæunni,
bát Sævars Guðbrandssonar. Tók ferðin um einn og hálfan tíma í úfnum
sjó og urðu leiðangursmenn fegnastir því er í land var komið. Þórir hafði
útvegað leiðangrinum húsaskjól í timburhúsinu Sólvöllum sem er skammt
upp af bryggjunni í Flatey, og er eign Njáls Bjarnasonar.
Um Stjörnu-Odda og Odda tölu
Maðurinn og talan
Eitt merkasta framlag Islendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvís-
inda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum
Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri
partinn.2 Þá er ritöld hafin á Islandi og vitað að tiltekin erlend rit um þessi
efni voru til í landinu. Það kemur m.a. fram í ritinu Rímbeglu frá því um
eða eftir miðja tólftu öld, en þar segir frá ýmsum innfluttum fróðleik um
stjörnur og rím (tímatal).3 Auk þess getur þar að lesa nokkra kafla sem bera
glöggt vitni um sjálfstæðar athuganir íslenskra manna, og er Odda tala
helstur þeirra. Elsta handrit hennar er talið vera frá því um 1180.4
Eina heimild okkar um Odda sjálfan er í svokölluðum Stjörnu-Odda
draumi, sem er einn af íslendingaþáttum. Helsta handrit hans er frá hendi
Arna Magnússonar og árinu 1686, gert eftir skinnbók frá því laust fyrir
1. Björn M. Ólsen, 1914; Beckman, 1916; Þorkell Þorkelsson, 1926; Zinner, 1933; Reuter, 1934;
Þorsteinn Viihjálmsson, 1990; Þorsteinn Vilhjálmsson, 1991.
2. Beckman, 1916, xxiv-xxv; Björn M. Ólsen, 1914,1-15.
3. Beckman og Kálund, 1914-16,1-64. Odda tala er á bls. 48-53.
4. Þórhallur Vilmundarson, 1991, ccxii, og tilvísanir þar.