Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 122

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 122
126 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Grafskriftin hefur verið máluð svört, líklegast með kinroki (kimrót), sem var svart duft hrært út í vatni, en málað með hvítum olíulit ofan í letrið. Nú voru fjalirnar að auki svartar af sóti og óhreinindum. Grafletrið sjálft er í 30 línum og eru tvö bil sem kaflaskil. Það er með mjög áferðarfallegum latínuletursstöfum, aðeins eitt orð skáletrað, er letrið nánast klassískt, rómverskt, líkt og oft má sjá á legsteinum. Stafir í hverri línu eru nánast allir jafnstórir, en leturlínurnar þó dálítið misháar, hæð stafanna 2,5-3,5 cm. Þó eru sumir upphafsstafirnir hærri, allt upp í 5 cm. A næstu síðu er sýnt hvernig lesa má grafletrið og til hliðar við það er Ijósmynd af minningartöflunni. Sem fyrr getur er letrið sums staðar torlesið vegna þess að fjalirnar hafa verið heflaðar upp að framan, væntanlega þegar grafskriftin var tekin úr kirkjunni og sundrað til að hafa í árefti. Það sem hér er sett innan sviga er ólæsilegt en verður þó ráðið með nær fullkominni vissu af samhenginu. Eyður í sviga merkja aftur á móti, að þar verður ekki lesið í málið. Ekkert skraut er á grafskriftinni og ekkert skorið í hana nema grafletrið. Þó er stafurinn Æ í orðinu ÆRUVERDIGE skrautlegur, með striki efst og höggi líku tigli aftur úr, og Sr er með stungnum skrautstöfum, líkum lóð- réttum bókarhnút. Sumir stafir eru samdregnir, svo sem TH í föðurnafninu og ME í HIME (heimi). Einnig eru tvöföldu samhljóðarnir mm og nn tákn- aðir með striki yfir einfaldan. U er táknað sem öfugt N, orðið OG er táknað með z og eru þessi tilbrigði alþekkt frá þeim tíma, er grafskriftin var gerð. Séra Olafur Þorláksson, sem grafletrið er yfir, var fæddur um 1693 og lézt 25. júní 1756. Foreldrar hans voru Þorlákur silfursmiður og hreppstjóri Grímsson í Viðvík og kona hans Guðlaug Gunnarsdóttir. Ólafur varð stúd- ent úr Hólaskóla 1715, vígðist 25. ágúst 1717 að Eyjardalsá í Bárðardal, fékk Munkaþverárklaustursprestakall 1734 en 1743 Mývatnsþing og bjó að Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit. Hann varð að láta af prestskap 1752 vegna heilsubrests og andaðist að Brettingsstöðum í Laxárdal, sem nú er eyðibýli fremst í dalnum. Kona hans var Sigríður Kristjánsdóttir prests að Sauðanesi Bessasonar. Börn þeirra voru fjögur, þar á meðal dóttir með því óvenjulega og fagra nafni Járnbrá. Ludvig Harboe telur Ólaf prest fáfróðan í skýrslum sínum, sem þarf þó ekki að vera alls kostar réttmætt, því að hann var oft dómharður um presta. Grafskrift þessi segir í reynd lítið um manngerð eða hæfileika séra Ólafs. Hann er reyndar sagður æruverðugur og vel lærður, en slík ummæli voru næsta algeng og oft nánast fast orðalag í slíkum eftirmælum. Grafskriftin hefur væntanlega verið gerð fljótlega eftir dauða séra Ólafs og þá að atbeina ekkju hans eða barna og hengd upp í kirkjunni að Þverá, þótt upphaf áletrunarinnar, HER HUYLIR (hér hvílir), gæti bent til, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.