Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 155
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
159
1853 gestir komu í Byggðasafn Vestmannaeyja á árinu. Þar var haldin mál-
verkasýning og sýning um póstsögu Vestmannaeyja og á póstkortum.
Meðal nýfenginna gripa safnsins má nefna líkön af vélbátunum Erlingi,
Skaftfellingi og Bergi. Þá hefur ljósmyndum verið veittur nýr umbúnaður
og þær skráðar.
Byggðasafn Ámessýslu á Selfossi efndi til sérstakrar sýningar í Tryggva-
skála vegna 100 ára afmælis brúar yfir Ölfusá. Komu um 2800 gestir þang-
að en alls í byggðasafnið 1747. Lokið var við að klæða annan áfanga
safnahúsanna utan.
Þá tók safnið þátt í að koma á laggirnar ullariðnaði í gamla samkomu-
húsinu í Þingborg, sem byggir á gamalli heimilisiðju.
í Sjóminjasafnið á Eyrarbakka komu 1148 gestir. Safnið hélt um páskana
sýningu í samkomuhúsinu Stað á myndum nokkurra áhugaljósmyndara
frá fyrra hluta aldarinnar, einkum til að fá þær greindar. Gerð var síðan
skrá yfir filmusöfn og gengið frá eftirtökum. Þá voru skráðir safnaukar
síðustu ára. Meðal nýfenginna gripa má nefna viðskiptamannabækur frá
Lefolii-verzlun.
I Byggðasafn Hafnarfjarðar komu alls 3615 gestir, en auk húss Bjarna ridd-
ara er Riddarinn svonefndi hafður til sýninga og eins Siggubær, sem er
lítill verkamannabær efst í Hellisgerði og safnið á, opinn um helgar á sumr-
in. f Riddaranum var sýning á framleiðslu raftækjaverksmiðjunnar Rafha,
sem nú hefur hætt starfsemi.
Byggingarnefnd
Einar Sverrisson viðskiptafræðingur var skipaður í byggingarnefnd af
hálfu fjármálaráðuneytisins í stað Maríönnu Jónasdóttur. Nefndin hélt 15
fundi á árinu. Til viðgerðar safnhússins voru veittar 20 millj. kr. Vinnupall-
ar voru settir með báðum húshliðum og síðan skipt um hlaðglersglugga á
austanverðri efstu hæð og að hluta að vestanverðu skv. útboði. Við það að
Hjörleifur Stefánsson réðst til starfa fyrir Húsafriðunarnefnd tóku Stefán
Örn Stefánsson og Grétar Markússon arkitektar við starfi hans að endur-
hönnun hússins.
Þjóðminjaráð
Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður var skipaður formaður þjóðminja-
ráðs, tilnefndur af Háskóla íslands, og varamaður hans Jón Böðvarsson
ritstjóri. Einnig tók Árni Björnsson þar sæti, tilnefndur af deildarstjórum
Þjóðminjasafns, en varamaður hans Elsa E. Guðjónsson. Ráðið hélt 17 fundi