Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 152
156
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Safnið sóttu alls 5568 gestir auk skólabarna, sem er mikil fjölgun frá
árinu áður. Mikill hluti gesta er erlendir ferðamenn. Er safnið nú opið
lengur en var.
Viðgerð var hafin á þilfari kútters Sigurfara, einnig fram haldið viðgerð
hússins Sýruparts, sem sagði frá í síðustu skýrslu. Þá var og lítils háttar
lagfært húsið í Hvítanesi, sem stefnt er að að safnið fái.
Gestir í Byggðasafni Borgarfjarðar voru 1300 á árinu. Munir voru fluttir úr
aflagðri geymslu safnsins og flestir í geymsluloft safnahússins, en sumu
komið fyrir annars staðar. Ekki hefur safnið enn verið sett upp nema til
bráðabirgða.
Um 6000-7000 gestir komu í sjóminjadeild Byggðasafns Vestfjarða í Turn-
húsinu á ísafirði, en mun færri koma í þann hluta safnsins, sem enn er í
húsi sundhallarinnar, enda er stefnt að því að flytja það allt í Neðstakaup-
stað. Innréttuð hefur verið viðgerðaraðstaða og geymsla í vinnusal eld-
smiðju í Neðstakaupstað, en eldsmiðjan sjálf verður einnig til sýnis. -
Safnið eignaðist á árinu vélbátinn Jóhönnu er var í eigu Einars Agústs
Einarssonar frá Dynjanda í Jökulfjörðum, smíðaður af Fal Jakobssyni í Bol-
ungarvík. Þá eignaðist safnið ýmis loftskeyta- og siglingatæki, svo og líkan
af togaranum Isborgu, auk marga annarra safngripa. - Viðgerð Tjöruhúss-
ins var haldið áfram og þak endurnýjað.
í Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum komu 1550 gestir
yfir sumarið, en að auki komu í safnið 2109 skólanemar úr skólabúðunum
á Reykjum, og fá þeir skipulega fræðslu um safnið og vinna þar verkefni.
- Fengnir voru nýir sýningarskápar og jafnframt hagrætt í sýningarsölum.
í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi komu 687 skráðir gestir. Að auki komu
skólahópar. Þá höfðu tóskaparkonur starfssýningar í safninu. Unnið var að
spjaldskrá yfir safnið. Þá var framkvæmd umtalsverð viðgerð á húsinu.
Um 18440 gestir komu í Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, þar með
taldir skólanemar. Um 300 munir bárust safninu á árinu, þar á meðal
nokkrar búvélar, sem geymdar eru á Hólum. Að auki má nefna ýmsa hluti
tilheyrandi Drangeyjarútvegi, en áformað er að safnið setji upp sýningu
um þann þátt í gamla vörugeymsluhúsinu á Hofsósi.
Stærsti þátturinn í safnstarfinu var flutningur og viðgerð gamla hússins
frá Asi, sem áður lrefur verið getið í skýrslu. Var húsið flutt 3. marz og sett
á hlaðinn kjallara suðaustan við gamla bæinn, þar sem fyrrum stóð fjós en
síðast fjárhús. Trésmiðjan Borg sér um viðgerð hússins, en gera þurfti mik-
ið við grind og glugga og klæðning var endurnýjuð en hin gamla notuð á
austurhlið.
20. maí var opnað Stldarminjasafn á Siglufirði, er áhugamannahópur þar
stendur að. Var þjóðminjavörður viðstaddur þar og flutti ávarp. I safninu