Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 83
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA
87
Eftir úttekt Björns Sigfússonar á tímatali sögunnar mundu þessir atburð-
ir hafa gerst um 1058 samkvæmt hugmyndum höfundar.29
Biskupasögur og Sturlunga
Samkvæmt Guðmundar sögu Arasonar, 19. kafla, „varð sá atburður út í
Flateyju að þar ærðist kona og varð í bönd að færa". Konan læknaðist með
vígðu vatni frá Guðmundi presti. Þetta jarteikn á að hafa orðið um 1191.30
í Jarteinabók Þorláks byskups annarri, 16. kafla, segir svo:
Sá atburður varð þar er Flatey heitir að þangað kom heilagur dómur af klæðum hins
sæla Þorláks biskups, en þar var haltur maður er Knútur hét. Hann mátti aldrei
staflaust ganga. Og er hann heyrði og sá ferð fjölda manna til kirkjunnar, þá vildi hann
fylgja öðrum mönnum og haltraði eftir þeim. En er hann kom til kirkjunnar, þá var
hann óhaltur, og svo ávallt síðan.32
Þorlákur helgi var uppi 1133-1193 og jarteiknin í nefndri jarteiknabók
eru talin hafa orðið í biskupstíð Páls Jónssonar 1195-1211.33 Samkvæmt
þessu hefur þá verið komin kirkja í Flatey.
Flatey er nefnd á 5 stöðum í safnriti því sem okkur er tamt að kalla
Sturlunga sögu. í Prestssögu Guðmundar góða Arasonar segir að hann hafi
verið heima um veturinn 1200-1201.
En um vorið fór hann norður [um hérað] til Eyjafjarðar að heimboðum og í Flatey og
norðan að alþingi og reið til þings.34
Frá þessu er einnig sagt með svipuðum orðum í Guðmundar sögu Ara-
sonar.35 Nokkru síðar í sömu sögum segir frá því að biskupsefni er að láta
í haf frá Eyjafirði. Einn af mönnum hans verður viðskila við hópinn.
Þar koma þá að þrír menn róandi, Narfi úr Brekku, og voru komnir austan úr Flatey
með skreið.36
29. Björn Sigfússon, 1940, xxix.
30. Biskupa sögurl, 1858,437-438; Byskujja sögurll, 1953,211-212. Um tímasetningu sbr. einnig
Sturlunga sögu 1,1988,171.
31. Textinn er þar sem taldar eru „jarteiknir [semj hafa orðið í öðru byskupsríki á Islandi"
(1953,206) og er því ljóst af samhengi að átt er við Fiatey á Skjálfanda.
32. Biskupa sögur 1,1858,366; Byskupa sögur 1,1953,208-209.
33. [Jón Sigurðsson og Guðbrandur Vigfússon], 1858,1 (þ.e. 50).
34. Sturlunga saga 1,1906, 231; Sturlunga saga l, 1946,146; Sturlunga saga 1,1988,180. - Orðalags-
munur er á handritum á þessum stað.
35. Biskupa sögur 1,1858, 466 („Guðmundar biskups saga, hin elzta"); Byskupa sögur II, 1953,
248-249.
36. Sturlunga saga 1,1906, 267 (sjá þar orðalagsmun á handritum); Sturiunga saga 1,1946,158;
Sturlunga saga 1,1988,207 (Prestssagan). Svipuð orð í Guðmundar sögu Arasonar, sbr.
Byskupa sögur II, 1953,272. - Narfi úr Brekku kemur ekki annars staðar við sögu.