Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 89
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA
93
í Ferðnbók Ólafs Olaviusar frá 1775-7 er getið um Flatey: hún er allstór
og lítt rómuð fyrir frjósemi. Þó eru þar 4 býli ,.."74
Rit Kristians Kálunds sem hefur verið kallað íslenzkir sögustaðir í ís-
lenskri þýðingu kom út á árunum 1877-1882. Þar segir um landkosti í Flat-
ey: „Eyjan er grösug og þar eru ýmsir bjargræðismöguleikar."75 Telur
Kálund Flateyinga „öllu betur setta" en fólkið á Flateyjardal.
í Ferðabók Þorvalds Thoroddsens, sem segir frá rannsóknum á árunum
1882-1889, eru fróðlegar athugasemdir um Flatey:
Aflapláss er þar gott, en gæftir misjafnar; rif sem brýtur á þegar sjógangur er nær frá
eynni til lands. Á Flatey og í Flateyjardal er fátækt fólk og heyrir þessi byggð öll undir
Hálshrepp, og þykir Fnjóskdælingum aukast við það sveitarþyngsli, hafa viljað skipta
hreppnum, en það vilja þeir sem búa á Flateyjardal eðlilega ekki, því þar eru flestir
fátæklingar sem eru í vandræðum ef sjórinn bregst.76
í Lýsingu Islands, sem kom út árið 1908, hefur Þorvaldur þessu við að
bæta:
í Flatey eru landgæði lítil og mikið vetrarríki, íbúarnir lifa því mest á sjávarútvegi,...;
þar eru 5 eða 6 býli og kirkja hefur verið þar til skamms tíma. 1 Flatey hafa komið
harðir jarðskjálftar, einkum þó 1260 og 1755, þá féllu allir bæir í eynni.77
Ályktanir
Höfn er best í Flatey á suðausturhorninu þar sem hún er nú. Aðstæður
til sjósóknar á bátum fortíðarinnar hafa verið góðar. Búsæld til landsins í
eynni hefur farið mjög eftir því hvort menn hafi borið gæfu til að forðast
ofbeit sem leiddi til uppblásturs. Þetta kynni að vera skýringin á mismun-
andi ummælum um búsæld í heimildum. Eyjan verður að teljast grösug
nú eftir að hafa verið í eyði um áratuga skeið.
Bæjarstæði virðast við fyrstu sýn eðlilegust á þeim slóðum þar sem hús
standa nú í eynni, enda hafa bæir staðið þar svo lengi sem ritheimildir ná
til, sjá hér á undan. Ekki síst hefur verið gott bæjarstæði á hæðinni þar sem
kirkjan stendur. Þar er þurrlent og útsýni gott til allra átta og m.a. auðvelt
að fylgjast með mannaferðum úr landi og við land.
Bæjarstæði í Arnargerði sýnist ekki eins hentugt. Skýiastur munur er á
útsýni því að frá gerðinu sér ekki á sundið milli lands og eyjar. Af ein-
74. Ólafur Olavius, 1965, 60.
75. Kálund, 1986,104. Sbr. danskan frumtexta hjá Kálund, 1879-82,137.
76. ÞorvaldurThoroddsen, 1958-1960,17.
77. Þorvaldur Thoroddsen, 1908,132. — Jarðskjálfti varð einnig við Skjálfanda árið 1872 þó að
Þorvaldur geti hans ekki af einhverjum ástæðum.