Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 138
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ýmislegt um safnstörfin
Ekki er unnt að nefna nema hin helztu almennu störf í safninu, en
þeirra, sem unnin eru á vegum einstakra deilda, er getið í umfjöllun um
þær. Tóku flestir starfsmenn safnsins meiri og minni þátt í ýmsum störfum,
svo sem við undirbúningu og gerð sýninga.
Safngripir, sem verið hafa í Bogageymslu, voru fluttir upp á 3. hæð
hússins í bráðabirgðageymslu, aðrir en ljósmyndir og plötur og hún síðan
máluð og lagfærð fyrir myndageymslu.
Þóra Kristjánsdóttir vann að könnun og endurskráningu gripa í kirkjum
landsins og ferðaðist á árinu í 9 kirkjur í Árnessýslu og skráði og myndaði
gripi í fylgd umráðamanna kirknanna.
Bryndís Sverrisdóttir og Þórunn Þorgrímsdóttir unnu sem fyrr nokkuð
að endurskipulagi fastasýninga safnsins. Er nú lokið meginhugmyndagerð
um sýningar á miðhæð og nokkuð farið að vinna að skipulagi á efri hæð,
en að sjálfsögðu verður ekkert hafizt handa við sjálfar sýningarnar fyrr en
lokið er viðgerð safnhússins.
Lise G. Bertelsen lic. stud. við Kaupmannahafnarháskóla var við rann-
sóknir skartgripa í safninu frá fornöld og miðöldum á haustmánuðum og
til áramóta.
Gefinn var út nýr bæklingur á ensku um safnið og sýningarsali og sá
Frosti F. Jóhannsson þjóðháttafræðingur um útgáfuna. Textinn byggir á
texta Þorkels Grímssonar í bæklingi, er fyrst kom út 1964.
Þá gaf Tryggvi Olafsson listmálari í Kaupmannahöfn safninu hönnun á
veglegu auglýsingaspjaldi, sem prentað var í Danmörku, en safnið stóð
straum af prentkostnaði. Einnig voru gefin út 6 ný póstkort.
Þjóðminjaráð samþykkti á árinu reglur um útlán safngripa, en tillaga að
þeim var unnin af Ingu Láru Baldvinsdóttur og Lilju Árnadóttur. Verða
prentuð sérstök eyðublöð í því skyni.
Safnauki
A árinu voru færðar 162 færslur í aðfangabók safnsins, sem er óvenju-
mikið, en oft eru margir gripir í sömu færslu og segir talan því ekki alla
sögu um fjölgun safngripa. Mikið barst af alls konar fatnaði í sambandi við
spurningaskrá þjóðháttadeildar um það efni sem og fjöldi mynda í ljós-
mynda- og prentmyndasafnið. Helztu gripir, sem safninu bárust, eru þessir:
Utskorin nhnfjöl, gef. Guðbjörn Arngrímsson, Kópav., útskorinn skápur
frá 1653 úr eigu Daniels Bruun, gef. Inge Bruun, Árósum, skipið Blíðfari frá
Skarði á Skarðsströnd, sm. af Olafi Bergsveinssyni í Hvallátrum um 1920
og báturinn Björgvin, sm. af Þorbergi Ólafssyni frá Hallsteinsnesi 1937-38,