Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 62
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Báðar forsendurnar reyndust réttar samkvæmt mælingum hans. Eftir
því sem tímar liðu jókst nákvæmni mælinganna og voru þá forsendurnar
kannaðar betur. Fyrri forsendan reyndist enn standast, ef við var bætt
minni háttar leiðréttingu vegna örlítils munar í C-14 styrk sem getur komið
fram milli plantna af ólíkum tegundum eða ef þær vaxa við mismunandi
ytri skilyrði, hita eða raka. Hliðstæð röskun kemur þá einnig fram í hlut-
fallinu milli C-13 og C-12 samsætnanna, og með því að mæla einnig þetta
hlutfall má leiðrétta þá skekkju sem ella kæmi fram í aldri sýnanna.
Síðari forsendan reyndist hins vegar ekki alveg rétt. Þetta uppgötvuðu
vísindamenn þegar þeir tóku að mæla sýni með þekktum aldri sem þeir
fengu úr árhringjum úr furum í Bandaríkjunum, sem geta orðið allt að 4000
ára gamlar. Sérhvert árlag er algjörlega einangrað, upprunalega kolefnið
situr þar í tugþúsundir ára. Með því að telja árhringi inn frá berkinum má
fá þúsund ára gömul viðarsýni með þekktum aldri svo vart skeikar ári.
Hér var því aldurinn þekktur fyrirfram og hann var nú borinn saman við
þann aldur sem C-14 mælingin gaf samkvæmt aðferð Libbys, sem ég kalla
„Libby-aldur". Þegar þessi viðarsýni voru mæld með ítrustu nákvæmni
kom í ljós að „Libby-aldurinn", eða „C-14 aldurinn" eins og oft er sagt,
vék á ýmsum tímaskeiðum verulega frá hinum rétta aldri. Þessi niðurstaða
sýndi að forsenda Libbys um stöðugan C-14 styrk í andrúmsloftinu í þús-
undir ára var ekki alveg rétt, nokkurt flökt hefur verið í C-14 styrknum,
trúlega fyrst og fremst vegna breytinga í aðstreymi geimagna. Þetta flökt
olli því að skekkja í aldursgreiningum gat verið frá nokkrum áratugum
upp í aldir.
Um miðjan 8. áratuginn var tekið að kanna þetta misræmi ítarlega með
því að mæla með meiri nákvæmni en áður C-14 styrk í miklum fjölda sýna
með þekktum aldri, árhringjaaldri eins og oft er sagt, allt frá ungum sýnum
til mörg þúsund ára gamalla sýna. Viðarsýni voru tekin með 10-20 ára milli-
bili í árhringjaröðinni og styrkur geislavirkninnar miðaður við staðalsýni,
sem allar stofur hafa, var mældur. Þessi hlutfallslegi styrkur er oftast gefinn
í hundraðshlutum og er stundum kallaður PM eða %M (per cent modern).
Tvær aldursgreiningastofur hafa lagt grundvöll kvörðunarferilsins, stof-
urnar við University of Washington (Seattle) undir stjórn M. Stuivers og
við Queens University of Belfast undir stjórn G. W. Pearsons (Stuiver og
Pearson, 1986) og er mælinákvæmni þeirra 15 ár. Athyglisvert er, að enda
þótt Stuiver noti gasteljara og mæli furu sem hefur vaxið í Kaliforníu, og
Pearson noti vökvasindurteljara og mæli eik sem hefur vaxið á írlandi, falla
ferlar þeirra svo vel saman að vart skeikar nema örfáum árum hvor ferill-
inn er notaður til að finna aldurinn af C-14 styrknum (%M) enda er ferlun-
um tveimur jafnan slegið saman í einn og hann kenndur við þá báða,