Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 141
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
145
Gróa Finnsdóttir sótti stjórnarfund ARLIS Norden, félags bókavarða, í
byrjun nóvember í Kaupmannahöfn.
Halldóra Ásgeirsdóttir sótti í júní stjórnarfund í Félagi norrænna for-
varða í Stokkhólmi og í framhaldi af honurn 12. ráðstefnu norræna for-
varðafélagsins, Konservatorn i Fokus, 10. til 14. júní.
Kristín H. Sigurðardóttir tók þátt í námsstefnunni Ruinrestaurering á
Borgundarhólmi 9. til 12. apríl og flutti þar erindi. Þá tók hún þátt í og hélt
fyrirlestur á 12. ráðstefnu norræna forvarðafélagsins í Stokkhólmi.
Þóra Kristjánsdóttir sótti 21. þing norrænna sagnfræðinga í Umeá í Sví-
þjóð 15. til 19. júní og hélt þar fyrirlestur um íslenzka kirkjulist á 18. öld.
Inga Lára Baldvinsdóttir deildarstjóri sótti ráðstefnu urn varðveizlu ljós-
mynda á Biskops Arnö í Svíþjóð 12. til 16. ágúst og kynnti þar íslenzk
ljósmyndasöfn.
Starfsemi einstakra deilda safnsins
Bókasafn. Bókasafnið fékk tölvu á árinu til skráningar bókakostsins. Var
lokið endurskráningu tímarita á Norðurlandamálum. Mikið var unnið að
eflingu skiptafélaga, sem bókasafnið byggir í reynd aðdrætti sína mest á.
Ritauki safnsins var 143 bækur og 5 myndbönd auk ritraða og tímarita,
sem flest eru fengin í skiptum fyrir Árbók Fornleifafélagsins. Skiptafélagar
eru nú 163 talsins, sem margir senda fleiri tímarit en eitt, og er tímarita-
kostur safnsins nú vel á þriðja hundrað. Fé er takmarkað til bókakaupa og
er því megináherzla lögð á öflun erlendra bóka og tímarita, sem mörg hver
koma ekki í önnur söfn hér á landi. Innlendar bækur væri í reynd æskilegt
að eignast í meira mæli, en þær er þó frekar unnt að nálgast á bókasöfnum
er með þarf, þótt margar helztu handbækur séu fengnar til safnsins. Skráð
útlán urðu 503 á árinu en skammtímanotkun bóka innan safnsins er ekki
skráð, sem er eðlilega mikil.
Fornleifadeild. Rannsókn stóð yfir á Bessastöðum frá 27. júní til 11. ágúst
og grafið undir gólfi bílskúrs vestan við húsagarð en einnig undir gólfum
bakhúsa. Var kornið niður á mannvistarleifar, sem örugglega teljast frá
landnámsöld. Sigurður Bergsteinsson fornleifafræðingur hafði einkum
verkstjórn á staðnum. Að auki voru eftirtaldar minni háttar rannsóknir á
vegum safnsins: Rannsakaður var manngerður hellir að Eystri-Gaddstöð-
um, beinafundur á Dalvík úr fornum kumlateig, ræsi undir Vífilsstaðavegi,
sem reyndist þó ungt, manngerður hellir að Seli í Ásahreppi, kolagröf við
Apavatn og beinafundur að Urriðavatni í Fellum.
Fram var haldið rannsóknum í Viðey á vegurn Árbæjarsafns og komu í
Ijós miklar byggingar frá miðöldum og einnig landnámsöld.