Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 61
ALDURSGREININGAR MEÐ GEISLAKOLl
65
2. Vökvasindurtalning. Benzen (CöHö), sem er vökvi, er búið til úr kol-
efni sýnisins og er geislavirknin rnæld í vökvasindurnema.
3. AMS aðferðin, sem er yngst, rnælir ekki geislavirknina, þ.e. hve mörg
C-14 atóm ummyndast á rnínútu, heldur er hlutfallslegur fjöldi C-14 kjarna
rniðað við C-12 kjarna mældur beint. Hér má aftur nota líkinguna við
tunnuna. Fyrri aðferðirnar jafngilda því að styrkur lekans sé mældur, en
AMS aðferðin jafngildir því að hæð vatnsborðsins sé rnæld. Hvorttveggja
minnkar á sama hátt með tímanum.
Þessar þrjár aðferðir geta gefið svipaða nákvæmni, en hver aðferð hefur
þó sína kosti og veikleika. AMS er skammstöfun sem stendur fyrir „accel-
erator rnass spectrometry". Notaður er flókinn massagreinir sem fær
straum orkuríkra kolefnisjóna frá hraðli og er þar rnælt hlutfallið rnilli
fjölda C-14 og C-12 atóma. Þessi tæki kosta urn 180 milljónir króna og
allstóran sal þarf fyrir þau, um 200 m2. Meginkostur AMS aðferðarinnar
er að hún er mjög afkastamikil og mælisýnin eru rnjög lítil, um eitt milli-
gramrn. Nýjustu AMS tækin, sem er reyndar enn verið að smíða, eiga að
geta aldursgreint um 5000 sýni á ári.
Geislamælingakerfi sem getur rnælt urn 800 sýni á ári kostar um 3,5
milljónir króna. Rannsóknastofan þarf alls urn 50 m2. Þrátt fyrir meiri af-
kastagetu AMS tækjanna verður aldursgreiningin urn tvöfalt dýrari en þeg-
ar geislamæling er gerð, og er þá rniðað við 60 til 80 ára mælióvissu, sem
algengust er í aldursgreiningum (Páll Theodórsson, 1990). Eigi að ná meiri
nákvæmni verður kostnaðarmunurinn enn meiri. I fornleifafræði kernur
því vart til greina að beita AMS aðferðinni nema þegar sýnastærðin er
takmörkuð. Hins vegar er oft nauðsynlegt að geta mælt nrjög lítil sýni og
er þessi aðferð því afar mikilvæg viðbót við eldri aðferðirnar.
Sigfús J. Johnsen og Árný E. Sveinbjörnsdóttir hafa kornið upp aðstöðu
við Raunvísindastofnun Háskólans til að búa til grafítsýni til aldursgrein-
ingar, en sjálf mælingin er gerð í Árósurn. Þau hafa mælt fjölmörg jarð-
fræðileg sýni með þessari aðferð. íslensk fornleifafræði á vafalítið eftir að
njóta góðs af þessari aðstöðu á Raunvísindastofnun, því þar verður vafa-
lítið þörf fyrir slíkar mælingar eins og rætt verður urn síðar.
5. Kvörðunarferill C-14 aldursgreininga
Þegar Libby lagði grundvöll að hinni nýju tímatalsaðferð á árunum
1949-51 kannaði hann vandlega tvær meginforsendur hennar:
1) að C-14 styrkur kolefnis í nýmynduðum lifandi vef sé ávallt hinn
sami, hver sem plantan er og lrvar á jörðu sem hún vex,
2) að styrkur geislakols í andrúmsloftinu hafi verið stöðugur í þúsundir ára.