Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 15
UM ROKKA
19
kunni að hafa þróast á Sjálandi (14. mynd).43 Nýi rokkurinn, eins og hann
var stundum nefndur í Noregi, varð vinsæll þar í landi, og hefur svo verið
fram á þessa öld.44 Eru elstu örugglega tímasettu rokkar þar af þessari gerð
frá þriðja áratug 19. aldar.45 Þess má geta að á Bretlandi eru rokkar með
þessu lagi sagðir vera „í hefðbundnum skandínavískum stíl."46
Hjólrokkar á íslandi á 18. öld
Þú kant þeygi að spinna
þráð né hör á rokk,
Stefán Ólafsson.47
10. mynd. Handknúinn spunarokkur.
Teikning tsvissnesku handriti, Mittelalt-
erliches Hausbuch, frá um 1480.
Úr Baines, bls. 86.
Elstu heimildir um rokka á íslandi
Sagt hefur verið að Lárus Gottrup, lögmaður á Þingeyrum, hafi orðið
fyrstur til að flytja til landsins vefstól og tvo eða þrjá rokka um 1711-1712,48
en áður, þegar 1702, hafði hann útvegað sér þófaramyllu og litunarverkfæri
að utan.49
í ritgerð frá um 1736-1737 eftir
norskan mann, Mathis Iochims-
son (Mattfhjías Jochumsfsjon)
Vagel, sem dvaldist á íslandi
1729-1731,50greinir frá því að Skál-
holtsbiskup, sem þá var Jón Arna-
son, hafi pantað til landsins bæði
vefstóla og spunarokka, Spinde-
rocke51 Einnig kemur fram í rit-
gerðinni að þótt allur þorri
íslendinga, bæði konur og menn,
spinni enn á halasnældu, en Rúnd
Pind ... med en liden bricke oven paa,
og þeim farist það svo vel úr
hendi þótt hægt gangi at de ej gir