Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 100
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSJNS
þeir vera um 0,4 m breiðir og um 0,2 m háir. Vesturhliðin er um 0,9 m
breið og um 0,4 m há. Mynd 17 sýnir tóftir 11, 12 og 13.
Dýpi: Stutt lýsing:
1) 0-5 cm Grasrót.
2) 5-9 cm Brún mold.
3) 9-10 cm Dökkbrúnt leirkennt lag.
E.t.v. mannvistarlag?
4) 10-13 cm Brún mold.
5) 13-16 cm Ljósgul gjóska, Hí.
6) 16-26 cm Rauðbrún, óhreyfð mold.
Steinn íbotni borkjarna.
Mynd 16. Borkjarni 6.
Tóft 12
Innanmál tóftar er um 4,4 m x 2 m. Tóftin er samsíða tóft nr. 11.
Tóft 13
Svæði sem er tæpir 37 m2 að flatarmáli. Það virðist hafa verið nokkuð
niðurgrafið því að yfirborð þess er er um 0,4 m lægra en umhverfið. Að
innanmáli er það um 7,8 m að breidd og um 4,7 m að lengd að hugsan-
legum millivegg, en heildarlengd að miklum þúfnaklasa í vestri er um 13,4
m. Ovíst er hvort þetta hefur verið tóft eða afgirt svæði að húsabaki. Seinni
skýringin virðist þó sennilegri.
Tóft 14
Þúfnaröð sem liggur með norðurhlið nr. 13 og afmarkar það svæði. Þúf-
urnar eru að jafnaði um 1 m x 0,6 m í þvermál, og um 0,3-0,4 m háar.
Tóft 15
Eins konar traðir, göng eða niðurgrafinn stígur á milli þúfnaraða. Hann
er allt að 0,4 m djúpur og um 0,3 m breiður. Stígurinn endar að austan-
verðu við austurbrún svæðisins nr. 13 og að vestan endar hann við nr. 22.
Tóft 16
Svæði sem afmarkast af þúfnaröðum að vestan og sunnan, og veggjum
tófta nr. 5 og 6 að austan og norðan. Notkun þessa svæðis er óviss. Ekki
er víst að um tóft sé að ræða. Innanmál 4,2 m x 3 m.
Tóft 17
Innanmál eru um 3,2 m x 3,2 m. Veggjabreidd er um 1,5 m og veggjahæð
er allt að 0,5 m.
f r\ rT 'f
-5.
TT