Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 65
ALDURSGREININGAR MEÐ GEISLAKOLI
69
að það tekur langan tíma að fá 10 þúsund púlsa (80 ára óvissa), hvað þá
40 þúsund púlsa (40 ára óvissa). Aukin nákvæmni er því dýrkeypt í mæli-
tíma og mæliafköstum. Þetta takmarkar nákvæmnina og er algengast að
hún sé 50-70 ár. Sé stofan vel búin tækjum sem leyfa langan talningartíma
og ítrustu vandvirkni er beitt, er mögulegt að minnka óvissuna, að minnsta
kosti niður í 25-30 ár í almennum aldursgreiningum.
6.2. Stöðlunarskekkja
Við aldursgreiningu er C-14 geislavirkni sýnis og staðals borin saman
eins og þegar hefur verið getið. Ef þessi samanburður er ekki réttur af
einhverjum ástæðum, óþekkta sýnið t.d. ekki mælt við nákvæmlega sömu
skilyrði og staðallinn, veldur það kerfisbundinni skekkju, öll sýni viðkom-
andi stofu gefa þá ýmist of háan eða of lágan aldur. Fyrrgreindar sarnan-
burðarmælingar hafa sýnt að kerfisbundnar skekkjur eru algengar.
6.3. Ónóg hreinsun sýnis
Auk þeirra lífrænu efna, sem vænst er að geti sýnt aldurinn, eru í öllum
fornleifasýnum ýmis önnur efni sem geta valdið skekkju í aldursgreining-
unni. Forhreinsun sýnanna er því mikilvægt skref. Olífræn efni hafa engin
áhrif nema karbónöt, sem auðvelt er að fjarlægja með sýruþvotti. Ovið-
komandi lífræn efni hafa getað borist í sýnið, t.d. með vatni úr efri jarð-
lögum, og rætur plantna geta teygt sig djúpt niður í jarðveginn. Þessi efni
þarf að skilja frá plöntu- og dýraleifunum sem á að aldursgreina. Með
vaxandi reynslu hefur tekist að ná góðum árangri í hreinsun sýna en meng-
unarhætta er oft nokkur. Þegar mikið liggur við eru ákveðin lífræn efna-
sambönd stundum dregin úr sýninu með efnafræðilegum aðferðum til að
draga sem mest úr mengunarhættu. Endanleg mælisýni eru þá oftast svo
lítil að þau verður að mæla með AMS aðferðinni.
6.4. Eiginaldur mælisýnis
C-14 greiningin sýnir hve langt er liðið frá vaxtartíma þeirra plöntuleifa
sem teknar eru til aldursgreiningar. Engan veginn er þó víst að vaxtartím-
inn hafi verið samtíma því tímaskeiði sem fornleifafræðingurinn vill aldur-
setja. Langur tími kann t.d. að hafa liðið frá því tré óx þar til það hafnaði
í jarðlaginu. Viðarkol geta verið af tré sem óx áratugum, jafnvel öldum,
áður en viðurinn var notaður sem eldsneyti. Þessi eiginaldur veldur oft
mikilli óvissu í aldursgreiningu íslenskra fornleifa þar sem rekaviður var
algengt eldsneyti. Sama gildir um mó.
Bein manna og dýra hafa óverulegan eiginaldur og er því athyglisvert
hve lítið hefur verið aldursgreint af beinum. Þetta kann að stafa af því að