Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
holurnar kynnu að vera eftir undirstöður undir gólf, eða orðið til við ein-
hverja vinnu í húsinu. í einu af bæjarhúsunum í Stóruborg var mikið af
smáholum með veggjum og sennilegast að þær tilheyri klæðningu á vegg.
I annarri og eldri byggingu var einnig mikill fjöldi af litlum holum í gólf.
Mátti nokkuð ljóst vera að ekki hefðu staðið spýtur í þeim öllum í einu,
enda hefði þá ekki mátt um þvert hús ganga. Þótti okkur sem grófum húsið
upp hugsanlegt að í því hefði eitthvert það verk verið unnið, sem útheimti
að margar smáspýtur væru reknar niður, án þess að auðvelt sé að fullyrða
neitt um hvaða verk það kynni að hafa verið. Ef holur þessar væru til
orðnar öðruvísi en af mannavöldum, væru til dæmis eftir gróður eða vatn
hefði myndað þær, hefði fremur mátt búast við þeim mun dreifðari um
rústirnar, en ekki að þær væru svo margar saman í fáum byggingum.
Ekki mátti sjá nein ummerki um inngang í jarðhúsið í Stóruborg, en það
er algengt að slíkt vanti.
Ekki var sjáanleg lagskipting í jarðvegi þeim sem jarðhýsið var fyllt með,
og kann það að hafa verið fyllt í einu, þegar húsið ofan á var reist, fremur
en það hefði staðið opið og smáfyllst áfoki og jarðvegi.
I jarðhýsinu fundust mjög fáir gripir. A gólfi þess lá lítill ryðgaður járn-
hlutur, sem helst virðist vera hnífsblað. Einnig lá þar einn grágrýtissteinn
með gati, kljásteinn. I jarðveginum, sem húsið hafði verið fyllt með, fund-
ust þrír hlutir, brýni, snældusnúður úr klébergi og glerperla.
Jarðhýsi þau, er menn finna erlendis, eru sum talin íveruhús, en mjög
algengt er að þau séu talin vera vinnustaðir eða verkstæði.
Þór Magnússon taldi fimm jarðhýsi, sem hann gróf upp í Hvítárholti,
geta verið baðhús.5 Sama máli gegnir um tvö jarðhýsi á Hrafnseyri við
Arnarfjörð, þó taldi Guðmundur Ólafsson, sem kannaði þau, að þau hafi
líklega einnig verið vinnustofur kvenna.6 Aftur á móti telur Bjarni Einars-
son að jarðhýsi það, er hann hefur rannsakað á Granastöðum í Eyjafirði,
sé íveruhús.7
Ekki verður fullyrt um notkun jarðhýsisins í Stóruborg af munum
þeim er þar fundust. Það hefur varla verið íveruhús í venjulegum skiln-
ingi, til þess er það of lítið. Baðhús er hugsanlegt, en hins vegar ekkert
sérstakt sem bendir til þess. Fremur þröngt hefði verið um vefstað í svo
litlu húsi og lítið olnbogarúm til verksins. Að vísu fannst þar einn grá-
grýtissteinn með gati, þess konar steinar voru notaðir sem kljásteinar,
þ.e. til að strengja uppistöðuþræði í vef. Einn slíkur steinn er þó heldur
of lítið til að draga þá ályktun að húsið hafi verið vefstofa. Jarðhýsi er
erlendis finnast eru oft talin verkstæði og vinnustofur, og gat Stóruborg-
arjarðhýsið vel notast til að vinna einhver þau verk sem ekki þarf mikið
pláss til. Þar hefði trúlega mátt vinna öll sams konar verk og þau sem