Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þri'r beinstautar.
Efst: Nr. 59, úr uppgrefti
{ Suðurgötu 3-5.
í miðið: Þjms. 1985:195, lír
uppgrefti { Tjarnargötu 4.
Neðst: Þjms. 9028, úr upp-
grefti í Vestmannaeyjum
1924. Ljósin.: Þjms.
Ljóst er að stautarnir tveir úr uppgröftunum í Suðurgötu og Tjarnargötu
eru í rauninni mjög líkir að lengd, breidd og þykkt; eini verulegi munurinn
á þeim er hinn sérlega oddhvassi endi á þeim síðari. Einna líklegast má
telja, þótt ekki verði það fullyrt, að báðir þessir stautar hafi verið notaðir
sem nokkurs konar skilfjalir, á ensku shed stick, pattern rod eða shed rod, við
vefnað á böndum. Það fær því ekki staðist þegar Nordahl segir, á bls. 64,
að ekki séu til neinar raunverulegar hliðstæður, no real parallels, við staut-
inn frá Suðurgötu 3-5.
En auk stautsins úr Tjarnargötuuppgreftinum má benda á að í Þjóð-
minjasafni Islands er enn einn beinhlutur með líkri lögun, aðeins styttri en
sá úr Suðurgötu 3-5: 8,2 cm á lengd, 1,1 cm á breidd og 0,6 cm á þykkt, og
lítið eitt íboginn (Þjms. 9028). Fannst hann í verbúðartóftum fyrir sunnan
Herjólfsdal í Vestmannaeyjum við rannsókn Matthíasar Þórðarsonar þjóð-
minjavarðar í ágúst 1924.4
1. júní 1992
Corrective notes by the present author, concerning the two uppermost bone implements, were printed
in English in 1990, cf. footnote 2.
Tilvitnanir og athugasemdir
1. Else Nordahl, Reykjavíkfrom the Archaeological Point of View. Societas Archaeologica
Upsaliensis Aun 12 (Uppsala, 1988).
2. Undirrituð hefur áður birt leiðréttingu á ensku, á bls. 178 í 48. aftanmálsgrein í Elsa E.
Guðjónsson, „Some Aspects of the Icelandic Warp-Weighted Loom, Vefstaður,” Textile
History, 21:2:165-179, 1990.
3. Sjá Elsa E. Guðjónsson (1990), bls. 173-174 og 14. og 15. mynd; og idem, „Fágæti úr
fylgsnum jarðar. Fornleifar í þágu textíl- og búningarannsókna,” Skírnir (Reykjavík,
Vor 1992), bls. 14, 7. og 8. mynd.
4. Þjóðminjasafn íslands. Safnskrá. 16. 12. 1924. Matthías segir um hlut þennan að hann
sé „líklega skóstíll,” en það fær vart staðist.