Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 4
8 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS leiddi, að Jón fengi þar með áhuga á Nesstofu við Seltjörn, bústað Bjarna Pálssonar, enda má segja, að hann væri síðari árin vakinn og sofinn yfir málefnum Nesstofu. Nesstofa var reist sem embættisbústaður fyrir fyrsta landlækninn, Bjar- na Pálsson, sem kom til embættis 1760 og fluttist að Nesi 1763 er hið virðulega steinhús var fullbúið. Þetta trausta hús stendur þar enn og vann Jón af miklum áhuga að því, að það kæmist á opinberar hendur og yrði gert upp svo sem sæmilegt væri og þar jafnframt komið á fót minjasafni um sögu lækninga á íslandi. Það tók þó tímann sinn að koma því í kring og enn vantar mikið á að búið sé að Ijúka viðgerð hússins og endurreisn, en hér lá Jón ekki á liði sínu með óþreytandi hvatningu og raunhæfu átaki. Lagði hann sjálfur oftar en einu sinni umtalsvert fé til viðgerðar hússins auk þess sem hann helgaði safninu krafta sína mörg síðustu árin. Hóf hann sjálfur að safna af kappi lækningatækjum og áhöldum frá fyrri tíð, sumum allt frá fyrstu kynslóðum lærðra lækna í landinu, og vann tímunum saman að skráningu þeirra og frágangi. Var það unnið við erfið skilyrði, fyrst í þrengslum í Þjóðminjasafninu, síðan í Heilsugæzlustöð Seltjarnarness, þar sem hann fékk um tíma geymslur og vinnuafdrep, en síðast í útihúsunum í Nesi, sem keypt höfðu verið í þeim tilgangi að gera þau upp til að hýsa lækningasögusafnið. Fór hann þangað flesta virka daga meðan kraftar entust og allt fram á síðasta æviár, sat við að skrá safngripi, flokka þá og rannsaka sögu þeirra. Vann hann við þetta af þeirri elju og nákvæmni, sem honum var í blóð borin, enda enginn honum fær- ari til þessa verks. Heima fyrir var Jón einnig sívinnandi. Meðan þrek entist sinnti hann trjágarðinum við hús þeirra hjóna að Aragötu 3, sem var fagur að trjávexti og blómskrúði, enda mun Jón helzt hafa langað til að leggja fyrir sig nátt- úrufræði, þótt læknisfræðin yrði ofan á. En öllum stundum sat hann síðan í bókastofu sinni við lestur og skriftir, skrifaði þá á hné sér ef hann sat ekki við skrifborðið og birtist enda frá hendi hans mikill fjöldi vísinda- og fræði- greina. Margar þeirra gaf Sögufélagið síðan út í bókinni Menning og mein- semdir, 1975. Jón náði háurn aldri, en síðustu árin var hann ekki heilsuhraustur og þurfti oft að leggjast á sjúkrahús vegna astma. Hann sá eftir þeim tíma, því hugurinn var ávallt bundinn áhugamálunum og var hann oft óþreyjufullur að komast aftur sinna verka á vit. Mun fátítt, að menn haldi slíkum áhuga fram á elliár, en það var Jóni æðsta ósk að mega sjá safnið komið upp í framtíðarhúsakynnum sínum í Nesi. Jón var hár vexti, grannvaxinn og gekk teinréttur allt fram til hins síð- asta. Gat enginn sem sá hann ganga um stéttar síðustu árin álitið, að þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.