Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 92
96
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
við segulnorður samkvæmt áttavita, án leiðréttingar. 100 m málband var
strengt yfir svæðið frá norðri til suðurs og rústasvæðið mælt upp út frá
þeirri grunnlínu. Teiknað var í mælikvarða 1:500 á vatnshelt teikniplast.
Auk mælinga voru grafin þrjú snið og teknir fimrn borkjarnar með kjarna-
bor. Sýni voru tekin úr mannvistar- og gjóskulögum.
Túngarður
Það sem fyrst og fremst vekur athygli í Arnargerði er stærð og urnfang
túngarðsins, sem virðist furðu mikið mannvirki miðað við aðrar rústir á
svæðinu (rnyndir 5, 6, 8 og 12). Garðurinn er víðast hvar um 1 m hár og
sums staðar allt að 1,5 m á hæð. Hann er nokkurn veginn sporöskjulaga,
nema hvað norðvesturhlið hans er bein á um 50 metra kafla. Garðurinn
nær urn 133 m frá norðri til suðurs og um 90 m frá vestri til austurs. Víða
hefur hrunið úr hliðum garðsins, einkum að utanverðu, og virðist hann
jafnvel hafa klofnað að endilöngu á köflum. Til dæmis ber sérstaklega á
þessu á beinum kafla við norðvesturhlið garðsins. A loftmynd má greina
sprungur í landslaginu sem virðast falla að stærstu skörðunum í garðinum
(mynd 6). Hugsanlega má rekja hrun og rof í túngarðinum að einhverju
leyti til harðra jarðskjálfta sem hafa sem fyrr segir orðið nokkrum sinnum
í eynni frá því að sögur hófust.
Eftir að umfang og lögun túngarðsins hafði verið kannað var ákveðið
að taka snið gegnurn hann þar sem hann var einna lægstur, og afla með
því upplýsinga um aldur hans og gerð (snið 1, mynd 8). Verkum var skipt
þannig að Guðmundur rnældi upp rústasvæðið með aðstoðarmönnum
rneðan Grétar, Þórir og Þorsteinn yngri skiptust á urn að grafa sniðið gegn-
um garðinn.
HH Grasrót 1 | ) | Brún mold 1)11 III Dökkbrún mold
t ■ -i Ljós fijóska, H3 | 1 Dökk gjóska, 1477 r-X Leirblandinn jarðvegur
r ^ n
k > * i Brcnnd bcin þ '„* | Bcin |v*:| Viðarkol
[GVl Torfhleðsla | | | Óhreyft fm Ógrafið
L^J Steinn Mannvistarlag hs »1 Skeljar
Mynd 7. Skýringará sniðtáknum.