Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 117
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA
121
Dýph Stutt lýsing:
1) 0-4 cm Grasrót.
2) 4-42 cm Brún mold, bl. viðarkolaögnum.
3) 13-14 cm Rauðbrún moldarlinsa.
4) 18-19 cm Grdleitt fitukennt lag, e.t.v.. kísilgúr?
5) 30-31 cm Rauðbrún moldarlinsa.
6) 34-34,5 cm Grá gjóskulinsa. Sýni nr. 3.
7) 37-38 cm Rauðbrún moidarlinsa.
8) 39-40 cm Rauðbrún moldarlinsa.
9) 42-46 cm Svört gjóska. Sýni nr. 1.
10) 46-53 cm Ljós gjóska, líkl. Hs. Sýni nr. 2.
11) 53-70 cm Óhreyft.
Mynd 29. Borkjarni 7.
Niðurstaða um Fjallgerði
Ljóst er að þarna eru allmiklar mannvirkjaleifar og í raun óvenjumiklar
ef þess er gætt hve hátt uppi í fjallinu rústirnar eru. Könnunin leiddi ekki
í ljós neinar niðurstöður um hvers kyns minjar þetta væru. Hugsanlega
hefur þarna verið lítið býli eða sel. Aðalrústin gæti e.t.v. verið leifar af
íveruhúsi, en aðrar tættur tengjast vafalaust flestar skepnuhaldi. Fjallgerði
er greinilega önnur tegund gerðis en Arnargerði og e.t.v. Lykkja. Rústirnar
eru dreifðar um allstórt svæði en ekki í einni þyrpingu og garðurinn um-
hverfis er óreglulegur að lögun og fylgir fremur landslagi en ákveðnu
formi.
Full ástæða væri til að kanna þetta svæði nánar með tilliti til heimilda
og að kortleggja það með nákvæmum mælitækjum.
A =3= 2 v\
4
7 6- — >\ \\
■ ' =8-
mM9wm 10
o 11 1
Heimildir
Afmælisrit til Dr. Phil. Kr. Kdlunds bókavardar við safn Árna Magnússonar 19. ágúst 1914, 1914.
Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafélag.
Beckman, N., 1916, „Inledning", hjá Beckman og Kálund, 1914-16, i-cxciv.
Beckman, N., 1934, „Islándsk och medeltida skandinavisk tiderákning", hjá Nilsson, 5-76.
Beckman, N., og Kr. Kálund (udg.), 1914-16. Alfræði íslenzk: Islandsk encyklopædisk litteratur: II.
Rímtöl, Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur. Kobenhavn: S.L. Moller.
Björn M. Ólsen, 1914, „Um Stjörnu-Odda og Oddatölu". Afmælisrit, 1-15.
Björn Sigfússon, 1940, „Formáli". íslenzk fornrit X, v-xcv.