Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 126
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þegar grafskriftin var í kirkjunni hefur hún verið áberandi gripur, svört og
með hvítu letri sem skar sig vel úr. Það hefur líklegast ekki þótt vel við-
eigandi að láta grafletur blasa við í þekjunni á bænum, því að menn létu
leturhliðina snúa inn, og því verið heflað af henni til að minna bæri á því.
Og svo þegar fjölin var komin upp í hálfdimmt rjáfrið sást tæpast lengur
það sem eftir var af letrinu, enda tók enginn eftir því í seinni tíð fyrr en
farið var að hreyfa við þekjunni, meira en öld eftir að bærinn var byggður.
Það er óvenjulegt á slíkri grafskrift, að getið sé, hvaða ritningartexti var
valinn við útförina, en það er reyndar einnig tekið fram á grafskriftinni yfir
séra Þorstein Ketilsson. Líklegast hefur sr. Björn Magnússon á Grenjaðar-
stað jarðsungið séra Olaf og lagt út af síðara pistli Páls postula til Tímóteus-
ar, 4. kapítula, 6.-8. versi. Til gamans skal sá texti tekinn upp úr
Steinsbiblíu, prentaðri 1728, sem líklegast er að lesinn hafi verið yfir séra
Olafi Þorlákssyni, er hann var jarðsunginn í Þverárkirkju sumarið 1756:
Því ég verð nú fórnfærður og tími minnar burtlausnar er nærri. Ég hefi góðri baráttu
barizt, skeiðið fullendað, trúna varðveitt. Framvegis er mér afsíðis lögð réttlætisins
kóróna, hverja mér mun gefa Drottinn, sá réttláti dómari, á þeim degi, en ekki
alleinasta mér heldur og öllum þeim, sem elskað hafa hans opinberan.
Summary
In 1988 resp. 1990 two panels with incised inscription were found as roof-timber in the
19th century farmhouse at Þverá in Laxárdalur, Northern Iceland, now preserved as national
monument. When put together these proved to be an epitaph of the reverend Ólafur Þorláks-
son (ca 1693-1756), who was buried at Þverá and his epitaph then hung up in the church at
the place. When the farmhouses were rebuilt around the middie of the last century the wood-
en boards of the epitaph have been used as roof-timber.
The epitaph itself is apparently carved by the well known farmer and skilled carpenter
and painter Hallgrímur Jónsson (1717-1785). From his hand there are known some primitive
altar-pieces, but also some other epitaphs of a type similar to this one.