Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 21
UM ROKKA
25
Þess skal getið að orðið smárokkur, Smaae=Rok, um spunarokk, Spinderok,
kemur einnig fyrir í danskri ritsmíð um garnspuna á Islandi, prentaðri
1788, til aðgreiningar frá skotrokki, Skot=Rok, þar sem tíundaðir eru kostir
og gallar við að nota hinn síðarnefnda.95
Ólafur Ólafsson (Olaus Olavius) sem ferðaðist um norðurhluta Islands
sumurin 1775-1777,96 greinir frá því í Ferðabók sinni útgefinni 1780, að
víðast hvar á landinu sé spunnið á halasnældu í stað rokka.97 Á það hefur
þó verið bent að þetta eigi ekki við urn Eyjafjörð, því að samkvæmt skipta-
bókum hafi „á mörgum heimilum" verið til rokkar [þ. e. spunarokkarj
um aldarfjórðungi áður en Olavius var þar á ferð, „á sumum bæjum ...
jafnvel tveir og þrír, og þá stundum getið um, að um einn skotrokk" væri
að ræða.98 Rokkar voru bæði á heimilum efnamanna og þeirra sem minna
rnáttu sín; voru sumir sagðir erlendir, renndir, til dæmis var skráður gam-
all danskur rokkur í dánarbúi prests 1769, en einnig var getið um rennda
íslenska rokka.99
Má segja að ofangreint komi heim og saman við athugagrein Jóns Jak-
obssonar, sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu (f. 1738, d. 1808),100 í æviminningu
hans um Skúla Magnússon (d. 1794),101 þar sem hann segir að þá hafi verið
„í Vöðluþingi... mörg hundruð rokka, en ... kerlingasnælduspuni enn forni
aflagður að mestu ef ei að öllu leyti."102 Ber og að sama brunni hjá syni
Jóns, Jóni Espólín, sem ritar við árið 1803: „færdust inn ok fjölgudu rokkar
um Sudurland, er ádr voru ótídir nema nyrdra,"103 nema hvað þar segir
einnig tíðindi af rokkum fyrir sunnan.
Yfirlit um rokka á íslandi á 18. öld
Hér að framan hafa verið raktar þær heimildir um skotrokka og spuna-
rokka á íslandi á 18. öld sem höfundi eru kunnar, flestar úr prentuðum
ritum. Af þeim virðist ljóst að skotrokkar hafa óvíða verið notaðir annars
staðar en við Innréttingarnar, og þar þó hvergi nærri eins mikið og efni
stóðu til. Ólíkt því sem varð í Færeyjum þar sem handknúni skotrokkurinn
hefur orðið svo til einráður til spuna fram á okkar daga, voru það fótstignu
spunarokkarnir sem festu rætur meðal íslensks almennings. Engir hand-
knúnir skotrokkar frá þessu tímabili hafa varðveist hér á landi og ekki
verður nú vitað með hvaða gerð þeir voru.
Hvað varðar spunarokka, þ. e. fótstigna rokka, á Islandi á þessum tíma
er, eins og áður var að vikið, helst að ætla að þeir hafi, flestir að minnsta
kosti, verið standrokkar. Ekki virðist þó að heldur neinn slíkur rokkur vera
til frá 18. öld. Standrokkar, sú gerð rokka sem íslendingar þekkja best og
hér urðu vinsælir svo sem fyrr segir, hafa gjarnan verið nefndir íslenski
rokkurinn, en voru þó bæði innfluttir104 og íslensk smíð (15. mynd). Hér