Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 21
UM ROKKA 25 Þess skal getið að orðið smárokkur, Smaae=Rok, um spunarokk, Spinderok, kemur einnig fyrir í danskri ritsmíð um garnspuna á Islandi, prentaðri 1788, til aðgreiningar frá skotrokki, Skot=Rok, þar sem tíundaðir eru kostir og gallar við að nota hinn síðarnefnda.95 Ólafur Ólafsson (Olaus Olavius) sem ferðaðist um norðurhluta Islands sumurin 1775-1777,96 greinir frá því í Ferðabók sinni útgefinni 1780, að víðast hvar á landinu sé spunnið á halasnældu í stað rokka.97 Á það hefur þó verið bent að þetta eigi ekki við urn Eyjafjörð, því að samkvæmt skipta- bókum hafi „á mörgum heimilum" verið til rokkar [þ. e. spunarokkarj um aldarfjórðungi áður en Olavius var þar á ferð, „á sumum bæjum ... jafnvel tveir og þrír, og þá stundum getið um, að um einn skotrokk" væri að ræða.98 Rokkar voru bæði á heimilum efnamanna og þeirra sem minna rnáttu sín; voru sumir sagðir erlendir, renndir, til dæmis var skráður gam- all danskur rokkur í dánarbúi prests 1769, en einnig var getið um rennda íslenska rokka.99 Má segja að ofangreint komi heim og saman við athugagrein Jóns Jak- obssonar, sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu (f. 1738, d. 1808),100 í æviminningu hans um Skúla Magnússon (d. 1794),101 þar sem hann segir að þá hafi verið „í Vöðluþingi... mörg hundruð rokka, en ... kerlingasnælduspuni enn forni aflagður að mestu ef ei að öllu leyti."102 Ber og að sama brunni hjá syni Jóns, Jóni Espólín, sem ritar við árið 1803: „færdust inn ok fjölgudu rokkar um Sudurland, er ádr voru ótídir nema nyrdra,"103 nema hvað þar segir einnig tíðindi af rokkum fyrir sunnan. Yfirlit um rokka á íslandi á 18. öld Hér að framan hafa verið raktar þær heimildir um skotrokka og spuna- rokka á íslandi á 18. öld sem höfundi eru kunnar, flestar úr prentuðum ritum. Af þeim virðist ljóst að skotrokkar hafa óvíða verið notaðir annars staðar en við Innréttingarnar, og þar þó hvergi nærri eins mikið og efni stóðu til. Ólíkt því sem varð í Færeyjum þar sem handknúni skotrokkurinn hefur orðið svo til einráður til spuna fram á okkar daga, voru það fótstignu spunarokkarnir sem festu rætur meðal íslensks almennings. Engir hand- knúnir skotrokkar frá þessu tímabili hafa varðveist hér á landi og ekki verður nú vitað með hvaða gerð þeir voru. Hvað varðar spunarokka, þ. e. fótstigna rokka, á Islandi á þessum tíma er, eins og áður var að vikið, helst að ætla að þeir hafi, flestir að minnsta kosti, verið standrokkar. Ekki virðist þó að heldur neinn slíkur rokkur vera til frá 18. öld. Standrokkar, sú gerð rokka sem íslendingar þekkja best og hér urðu vinsælir svo sem fyrr segir, hafa gjarnan verið nefndir íslenski rokkurinn, en voru þó bæði innfluttir104 og íslensk smíð (15. mynd). Hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.