Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 146
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Sama: Viðgerð d leðurhylki og vaxspjöldum frá Viðey. Árbók Hins íslenzka
fornleifafélags 1990.
Þóra Kristjánsdóttir: Grískir guðir og fylgifiskar peirra. Grikkland ár og síð,
bók helguð tveggja alda afmæli Sveinbjarnar Egilssonar. Reykjavík 1991.
Húsafriðunarnefnd
Þær breytingar urðu á skipulagi húsverndarsviðs þjóðminjavörzlunnar,
að stefnt skyldi að því að færa það allt undir Húsafriðunarnefnd, þ.e. þau
hús, sem hafa verið í eigu eða undir umsjá safnsins og farið er nú að kalla
húsasafn Þjóðminjasafnsins. Ákveðið var að koma þegar á þessu verklagi
undir heitinu Húsverndarsvið þjóðminjavörslunnar, en nauðsynlegt er að
breyta lögum því til fullgildingar.
Húsafriðunarnefnd er skipuð eins og áður. Nefndin réð Hjörleif Stefáns-
son húsameistara til að veita forstöðu starfi á vegum hennar frá 1. júní 1991.
Fyrstu tvo mánuðina var hann í hálfu starfi en frá 1. ágúst í fullu starfi.
Frá 1. ágúst var Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur og arkitekt ráðin
í stöðu deildarstjóra húsverndardeildar, svo sem áður er getið.
Vegna þrengsla í Þjóðminjasafnshúsinu tók Húsafriðunarnefnd á leigu
til bráðabirgða vinnustofu Hjörleifs á Fjölnisvegi 12 undir starf húsvernd-
arsviðs, en stefnt er að því að finna annað framtíðarhúsnæði sem fyrst og
einnig fyrir aðra starfsemi þjóðminjavörzlunnar, sem ekki rúmast í Þjóð-
minjasafnshúsinu.
Húsafriðunarnefnd hélt 18 fundi á árinu, þar af tvo á Akureyri og sat
einnig fund með embættismönnum og bæjarstjórnarmönnum þar. Formað-
ur Húsafriðunarnefndar og þjóðminjavörður sátu og fund kirkjuráðs til að
ræða um friðaðar kirkjur.
Til viðhalds og endurbóta á gömlum húsum Þjóðminjasafnsins var ætl-
uð 8,1 milljón króna, sem er sama upphæð og árið áður. Um viðgerð hús-
anna er þetta helzt að segja:
Sjdvarborgarkirkja var tjörguð utan og grassvörður stunginn frá veggjum.
Á Hólum í Hjaltadal var aftari hluti bæjarins, baðstofa og búr, tekinn ofan
og endurbyggður. Gert var við laup húsanna, veggir endurhlaðnir og hús-
in þakin að nýju. Stofan að sunnan, sem gert var við árið áður, var þiljuð
á ný og gólf sett í norðurstofu. - Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri hafði
umsjón með verkinu sem áður. Helgi Sigurðsson, Friðrik Steinsson, Sveinn
Einarsson og Jóhannes Arason sáu um torfverk með aðstoð Gunnlaugs
Jónssonar, en Ari og Elías Jóhannessynir önnuðust auk þess trésmíði. Þessi
áfangi kostaði 4,5 millj. kr., sem var talsvert meira en ráð hafði verið fyrir
gert.