Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
18. mynd. Norskur rokkur í
Minjasafninu á Burstarfelli,
keyptur í kaupfélaginu á
Vopnafirði 1934. Rokkinn
átti Guðfinna Þorsteinsdótt-
irá Teigi. MB 1987:13.
Ljósm.: Guðrún Kristins-
dóttir.
aðir voru norskir rokkar, en annar þeirra tiltók að hann hefði fyrst kynnst
slíkum rokkum um 1930.126 Einn heimildarmaður enn, frá Vopnafirði en
til heimilis á Höfn í Hornafirði, hafði heyrt þess getið að spunarokkar með
hliðarhjóli hefðu verið kallaðir vambarokkar,127 en annar, úr Árnessýslu,
sem séð hafði rokk af slíku tagi, sagði að þeir hefðu verið nefndir stól-
rokkar.128
Af svörum þessum má ljóst vera að spunarokkar með hliðarhjóli hafa
verið tiltölulega sjaldséðir á landi hér. Þeir voru helst á Vestfjörðum en
þekktust þó í öðrum landshlutum. Oftar en ekki voru þeir nefndir skot-
rokkar; einn ákveðinn rokkur var nefndur svo þegar um 1880 og er það
elsta ákveðna tímasetningin sem fram kemur í svörunum. Þó hefði skot-
rokkurinn sem greint var frá úr Dalasýslu getað verið frá svipuðum tíma
eða jafnvel aðeins eldri, þar eð Torfi Bjarnason, skólastjóri í Ólafsdal (f.
1838, d. 1915), smíðaði hann handa konu sinni, en þau gengu í hjónaband
1867.129 Einn heimildarmaður af Vestfjörðum getur um innflutning skot-
rokka frá Noregi á ofanverðri 19. öld, á Norðausturlandi var til að rokkar
af þessu tagi voru nefndir norskir rokkar, og dæmi eru um heitin vamba-
rokkur og stólrokkur, eitt um hvort.