Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 49
MJÖLL SNÆSDÓTTIR
JARÐHÝSIÐ í STÓRUBORG
UNDIR EYJ AFJÖLLUM
Þjóðminjasafn íslands stóð að uppgrefti í Stóruborg undir Eyjafjöllum á
árunum 1978 til 1990. Sú rannsókn hófst vegna þess að hið forna bæjar-
stæði Stóruborgar lá undir skemmdum vegna ágangs sjávar og fallvatna.
A bæjarhólnum var grafið gegnum rústir fjölmargra húsa, og mörg bygg-
ingarskeið. Lengst af höfðu aðalíveruhús á bænum legið austur og vestur,
en aftur af þeim og til hliða verið viðbyggingar. Húsunum hafði marg-
sinnis verið breytt, þau höfðu verið endurbyggð, stytt eða lengd. Bæjar-
húsin höfðu oft verið töluvert stór. A einu af elstu byggingarskeiðunum
hafa þau til dæmis verið ekki minna en 160 fermetrar að innanmáli.
Vestan við bæjarhólinn fellur til sjávar á sú er Bakkakotsá heitir. Arið
1972 lá áin mjög djúpt og sást þá rúst í farvegi hennar. Sú rúst var aðeins
sýnileg skamman tíma og er löngu horfin aftur, líklega hefur hún alveg
eyðilagst.1 Hugsanlegt er að þarna hafi elstu bæjarhúsin staðið, en bærinn
hafi síðar verið fluttur upp á hólinn þar sem hann stóð fram yfir 1800.
Það mannvirki á sjálfum bæjarhólnum, sem virðist vera elst, er lítil
niðurgrafin vistarvera, jarðhýsi, suðvestanvert á bæjarstæðinu. Slík jarð-
hýsi eru vel þekkt annars staðar á Norðurlöndum á víkingaöld og mið-
öldum, og allnokkur hafa verið könnuð hérlendis, m.a. í Hvítárholti og
á Hrafnseyri.2
Jarðhúsið í Stóruborg var grafið niður um 70 cm frá yfirborði eins og
það var þá og um 40-50 cm niður í sandhólinn sem er undir mannvistar-
lögunum. Það var um 2 m að breidd en 2,30-2,40 m að lengd. Er það minnst
þeirra jarðhýsa sem fundist hafa á Islandi. Horn þess voru bogadregin, en
hliðveggir nánast beinir.
Gólf í húsinu var fremur þunnt, 2-5 cm, og nokkuð viðarkolaborið. Þetta
gólf var þó aðeins um miðbik hússins, en náði ekki alveg að veggjunum,
nema vesturvegg. Beggja vegna í húsinu voru 30-40 cm breið belti þar sem
ekki var sama kolaborna gólfið. Við norðurvegg var beltið 30 cm breitt, en
við suðurvegg 40 cm. Þessi belti voru nokkru hærri en miðbik gólfsins, eða