Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 101
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA
105
Mynd 17. Horft til austurs yfir tóftir nr. 11, 12 og 13. Bæjarhóllinn er lengst til hægri á
myndinni. Efst til vinstri sést í vörðu austast á eynni. Ljósm.: G.Ó.
Tóft 18
Dæld fyrir sunnan meinta húsaröð, allt að 0,4 m djúp. Óvíst hvort þetta
er tóft eða afgirt svæði. Einnig er hugsanlegt að hér hafi verið stungið torf
til húsagerðar. Innanmál 7,2 m x 4,2 m.
Tóft 19
Tóft, e.t.v. fjárhús. Innanmál eru um 10,5 m x 3,8 m. Eftir tóftinni endi-
langri er lág þúfnaröð, um 6 m löng, 0,9 m breið og 0,2 m há, sem hefur
hugsanlega verið garði. í innri hluta tóftarinnar virðist vera þverveggur,
um 2,1 m langur og 0,9 m breiður. Þessi innri tóft er 3,1 m breið og gengið
er inn í hana úr fremri tóftinni við norðurhlið.
Tóft 20
Dálítil laut fyrir vestan tóft nr. 19 og afmarkast af þúfnaröðum. Nokkuð
þýft er innan í tóftinni, en allt að 0,5 m dýpi er á milli þúfnanna.
Tóft 21
Tóft sem liggur á ská við aðaltóftaþyrpingunni. Innanmál eru 6,2 m x
3,7 m. Veggir eru fremur lágir að innanverðu eða um 0,3 m. Að utanverðu
eru þeir allt að 0,45-0,5 m háir. Veggir eru óljósir þar sem þeir hafa runnið