Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 157
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1991
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn mánudaginn 2. desember 1991 í forn-
aldarsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20.35. Fundinn sátu um 40 manns.
Formaður félagsins, Hörður Agústsson listmálari, setti fundinn og minntist þeirra félaga,
sem látizt hafa, síðan aðalfundur var síðast haldinn. Þeir eru:
Bjartmar Kristjánsson
Guðberg Stefánsson
Gunnar Ágústsson
Halldór Sigfússon
lochum Magnússon
Jóhann Briem
Jón Jónsson frá Þjórsárholti
Jón J. Símonarson
Jón Steffensen prófessor og fyrrv. formaður Hins ísl. fornleifafélags
Óskar J. Þorláksson
Ragnar A. Magnússon
Valdimar Jóhannsson
Þórarinn Pálsson
Fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félagsmenn.
Formaður gerði grein fyrir útgáfu nýs bindis um Skálholtsrannsóknir, sem væntanlegt er
fyrir jól. Enn fremur gat hann þess, að í ritröðinni Ritum hins ísl. fornleifafélags væri von á
nýju bindi á næsta ári, Friðlýstum fornminjum í Borgarfirði eftir Guðmund Ólafsson.
Fornraður skýrði frá því, að Inga Lára Baldvinsdóttir, sem ritstýrt hefði Árbók Hins ísl.
fornleifafélags undanfarin 9 ár, óskaði nú að láta af þeim störfum. Formaður færði Ingu Láru
þakkir fyrir vel unnin störf og færði henni blómvönd frá félaginu í þakklætisskyni. Þá skýrði
hann frá því að Frosti Jóhannsson hefði samþykkt að taka við ritstjórn Árbókar.
Formaður skýrði þessu næst frá störfum laganefndar (skv. fundargerð aðalfundar 1989) og
bar upp tillögur nefndarinnar um lagabreytingar. Voru þær samþykktar.
Þá las gjaldkeri félagsins, Mjöll Snæsdóttir, reikninga félagsins 1990. Einn fundarmanna,
Bergur Jónsson, spurðist fyrir um vexti, sem honum þóttu lágir, og gaf gjaldkeri skýringu á
því.
Síðan var gengið til stjórnarkjörs, og skýrði formaður frá því að núverandi stjórnarmenn
gæfu kost á sér til endurkjörs. Bar hann stjórnina upp, og var hún endurkjörin meö lófataki,
en engar aðrar tillögur höfðu komið fram. Stjórnina skipa: Hörður Ágústsson formaður, Þór
Magnússon varaformaður, Þórhallur Vilmundarson skrifari, Guðmundur Ólafsson varaskrif-
ari, Mjöll Snæsdóttir féhiröir og Elsa Guðjónsson varaféhirðir. Páll Líndal baðst undan end-