Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 16
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
nogen eftter udj fiin og jefn Uldspinding i Danmarck eller Norge, þá væru
nokkrir, een del, þó svo framsýnir að þeir hefðu útvegað sér spunarokka,
hiulrokke, að utan og, eins og hann segir, spinder vel derpaa.52
Orðið rokkur ííslenskum orðasöfnum á 18. öld
Orðið rokkur er nefnt í þremur íslenskum orðasöfnum frá 18. öld. í
latnesk-íslenskri orðabók Jóns biskups Árnasonar 1738 er orðið colus sagt
þýða „Snællda" og „Rokkur."53 í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar frá
Grunnavík, sömdu að mestu á árunum 1730-1760,54 er orðið rokkur lagt út
á dönsku bæði sem en Rock og en op-stander Rock, og þeim síðarnefnda
þannig lýst að hann standi á einumj!] fæti og að á honum sé ekki hægt að
ljúka spunaverki eins fljótt og á algengari rokkum með lrliðarhjóli.55 Af
skýringum Jóns Grunnvíkings verður helst ráðið að með rokk eigi hann
við spunarokk með hliðarhjóli; skotrokk nefnir hann ekki. I orðabók Björns
Halldórssonar í Sauðlauksdal sem hann vann að á árunum 1760-178056 þótt
hún kæmi að vísu ekki út fyrr en 1814, eru orðin rokkur og spunarokkur,
„Rockr" og „Spuna-rockr," skilgreind með latneska orðinu colus’57 en
orðin skotrokkur og standrokkur fyrirfinnast þar ekki.
Spuni á skotrokk og spunarokk 1751
Eftir hinar heldur árangurslitlu tilraunir Gottrup lögmanns og Jóns Skál-
holtsbiskups með hjólrokkspuna á
fyrstu áratugum 18. aldar, segir í
rauninni ekki af rokkum hér á landi
fyrr en árið 1751 þegar vefjarsmiðja,
„mióvefiar=smidia," með þremur
vefstólum kom að utan til Magnúar
lögmanns Gíslasonar á Leirá og
með henni þýskur (fremur en
danskur) vefmeistari, Adam Ritter
að nafni, kona hans og stjúpdóttir.58
Af skýrslu lögmanns sama ár til
meðeigenda vefjarsmiðjunnar virð-
ist mega ráða að tvennir tvöfaldir
11. mynd. Kona að spinna á handknúinn
spunarokk. Stunga eftir Lucas van Leyden,
1513. Úr Baines, bls. 87.