Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Frá árinu 1474 er til bréf þar sem Einar ábóti á Munkaþverá selur Sigurði
príor og klaustrinu á Möðruvöllum skóg með tilgreindum ummerkjum í
Skuggabjarga jörðu í Laufássókn, fyrir vervist út í Flatey með öllum ver-
gögnum, saltbrennu, húsgerð og naustgerð. Eftir að skóginum hefur verið
lýst segir í bréfinu:
Flier i mote gaf fyrr sagdr prior Sigurdr mér ok klaustrinu á munkaþveraa vervist vt
í flatey til æfinligrar eignar fyrir þuiligt skip ok skips áhofn sem formenn klaustursens
vilia vt giora. Skulo ok þeir hafa þar aull vergogn þau sem þeir þurfa, saltbrenno,
húsgiord ok naustgiord þar sem hentar ok ath stinga torf til þar sem huorki spillizt af
tada ne eing. Farma alla og epterflutningar skulo þeir þar á land leggia ok suo leingi
liggja lata sem þeir vilia huortt sem er flvtt af sio eda landi.5<1
Þá er Flateyjar getið í þremur fornbréfum frá 1494 og 1495.57 í skjali frá
1507 er talað um „Flateyjar kirkjusókn".58 I eignaskrá dómkirkjunnar á
Flólum frá 1525 er nefndur „kirkjupartur í Flatey"59 og í eignaskrá Möðru-
vallaklausturs frá sama ári er getið um „fiordung vr flatey".60
Frá árinu 1559 er til kvittun fyrir afgjaldi af Flatey61 og í fornbréfi frá
1562 er getið um mann sem hefði flutt brennistein úr Fremrinámum og
suður í Straum og út til Flateyjar þá „engelskir" hefðu þar legið, og selt í
þessum báðum stöðum.62
Frá árinu 1565 er til bréf þar sem konungur veitir Flatey tilteknum
manni að léni.63 Tvö bréf frá því um sama leyti eru talin með hendi Berg-
þórs Oddssonar í Flatey norður.64 Frá árunum 1569-70 eru þrjú bréf þar
sem Flateyjar er getið65 en þau bæta engu við þá mynd sem þegar er feng-
in.
Jarðabókin
I Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er rækilega og skilmerkilega
sagt frá Flatey á þremur blaðsíðum. Lýsingin byrjar svo:
56. íslenzkt fornbréfasafn V, 755-756. - Prentað eftir frumriti á skinni. Sjá athugasemdir um
stafsetningu í 44. nmgr.
57. íslenzkt fornbréfasafn VII, 234,249-250,255.
58. íslenzkt fornbréfasafn VIII, 160.
59. íslenzkt fornbréfasafn IX, 301.
60. íslenzkt fornbréfasafn IX, 319.
61. íslenzkt fornbréfasafn XIII, 423.
62. íslenzkt fornbréfasafn XIV, 10.
63. íslenzkt fornbréfasafn XIV, 362-3.
64. íslenzkt fornbréfasafn IX, 213; XIV, 365.
65. íslenzkt fornbréfasafn XV, 226,364,367 (sama bréf), 458.