Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 125
MINNINGARTAFLA ÚR ÞVERÁRKIRKJU
129
undir skóla hjá Stefáni presti á Höskuldsstöðum Ólafssyni og var fimrn
vetur í Hólaskóla. Þótt óvíst sé, hvort hann hafi orðið stúdent, hefur hann
sarnt verið vel menntaður að þeirrar tíðar hætti og þekkt skil hinna klass-
ísku rnennta. „Hann var vitsmunamaður, smiður góður og málari", segir
í Islenzkum æviskrám. Eru eftir hann þekkt mörg verk, einkum altaristöfl-
ur úr kirkjum, og þar á meðal lítil tafla úr Þverárkirkju, sem nú er í Vídal-
ínssafni í Þjóðminjasafninu (Víd. 69).
Hallgrímur bjó í Kasthvammi í Laxárdal árin 1755-1767, er þar einmitt
þegar séra Ólafur deyr á Brettingsstöðum, en árin næstu á undan var hann
á Halldórsstöðum í Laxárdal. Er ein bæjarleið milli Þverár og Halldórs-
staða, en Kasthvammur austan ár gegnt Halldórsstöðum. Það var því
næsta eðlilegt að biðja nágrannann, smiðinn og málarann, að gera slíkan
grip, minningartöflu um gamla prestinn. Ekki þurfti að leita út fyrir sveit-
ina, enda vart hæfari manns völ annars staðar.
Það sem greinilega tekur af öll tvímæli um upprunann eru ýmis ein-
kenni í stafagerðinni á töflunni, sem sýna handbragð Hallgríms, sé borið
saman við áletranir á tveimur minningartöflum, sem ótvírætt virðast verk
hans. Báðar eru í Þjóðminjasafni, önnur nr. 789, yfir séra Stefán Einarsson,
síðast prest í Laufási, og úr kirkjunni þar, gefin safninu 1870 af séra Birni
Halldórssyni prófasti. Hún er með mikilli áletrun á latínu og guðspjalla-
mennirnir með einkenni sín útskornir í hornunum. Kristján Eldjárn hefur
talið þetta ótvírætt verk Hallgríms, enda sjást hér mörg sömu einkenni og
á öðrum þekktum verkum hans. Hin, Þjms. 10966, er úr furu og sett saman
úr tveimur fjölum, yfir séra Þorstein Ketilsson prest á Hrafnagili, d. 1754.
Taflan er komin til Þjóðminjasafnsins frá Þjóðsafninu í Kaupmannahöfn og
er leturgerðin nánast alveg hin sama og á minningartöflunni frá Þverá.
Sé grafskriftin frá Þverá einnig borin saman við altaristöflur Hallgríms
í Þjóðminjasafni, frá Upsum í Svarfaðardal (Þjms. 4794, máluð 1771) og frá
Brettingsstöðum á Flateyjardal (Þjms. 8570, máluð 1770), sést t.d. að stafirn-
ir I og R eru af nákvæmlega sömu gerð, X að kalla eins, bogar á öðrum
leggnum nema spegilventir á grafskriftinni, tvö N eru táknuð með striki
yfir og U líkt og N en með öfugum skálegg, en þessi síðastnefndu dæmi
sjást reyndar á fleiri hlutum frá þessum tíma. - Fleiri einkenni eða svip-
brigði mætti tína til sem renna stoðum undir það, sem telja verður örugga
vissu, að Hallgrímur hafi skorið og málað þessa minningartöflu séra Ólafs
Þorlákssonar.
Nefna má, livers vegna menn hafi heflað letrið af grafskriftinni er hún
var tekin í súð og árefti, svo að það er nú víða afmáð. Svarið er sennilegast
það, að mönnum hafi þrátt fyrir allt þótt hálfóviðeigandi að fá þessum
gamla kirkjugrip slíkan sess sem súðarfjöl eða árefti í bæjargöng og smiðju.