Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 125

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 125
MINNINGARTAFLA ÚR ÞVERÁRKIRKJU 129 undir skóla hjá Stefáni presti á Höskuldsstöðum Ólafssyni og var fimrn vetur í Hólaskóla. Þótt óvíst sé, hvort hann hafi orðið stúdent, hefur hann sarnt verið vel menntaður að þeirrar tíðar hætti og þekkt skil hinna klass- ísku rnennta. „Hann var vitsmunamaður, smiður góður og málari", segir í Islenzkum æviskrám. Eru eftir hann þekkt mörg verk, einkum altaristöfl- ur úr kirkjum, og þar á meðal lítil tafla úr Þverárkirkju, sem nú er í Vídal- ínssafni í Þjóðminjasafninu (Víd. 69). Hallgrímur bjó í Kasthvammi í Laxárdal árin 1755-1767, er þar einmitt þegar séra Ólafur deyr á Brettingsstöðum, en árin næstu á undan var hann á Halldórsstöðum í Laxárdal. Er ein bæjarleið milli Þverár og Halldórs- staða, en Kasthvammur austan ár gegnt Halldórsstöðum. Það var því næsta eðlilegt að biðja nágrannann, smiðinn og málarann, að gera slíkan grip, minningartöflu um gamla prestinn. Ekki þurfti að leita út fyrir sveit- ina, enda vart hæfari manns völ annars staðar. Það sem greinilega tekur af öll tvímæli um upprunann eru ýmis ein- kenni í stafagerðinni á töflunni, sem sýna handbragð Hallgríms, sé borið saman við áletranir á tveimur minningartöflum, sem ótvírætt virðast verk hans. Báðar eru í Þjóðminjasafni, önnur nr. 789, yfir séra Stefán Einarsson, síðast prest í Laufási, og úr kirkjunni þar, gefin safninu 1870 af séra Birni Halldórssyni prófasti. Hún er með mikilli áletrun á latínu og guðspjalla- mennirnir með einkenni sín útskornir í hornunum. Kristján Eldjárn hefur talið þetta ótvírætt verk Hallgríms, enda sjást hér mörg sömu einkenni og á öðrum þekktum verkum hans. Hin, Þjms. 10966, er úr furu og sett saman úr tveimur fjölum, yfir séra Þorstein Ketilsson prest á Hrafnagili, d. 1754. Taflan er komin til Þjóðminjasafnsins frá Þjóðsafninu í Kaupmannahöfn og er leturgerðin nánast alveg hin sama og á minningartöflunni frá Þverá. Sé grafskriftin frá Þverá einnig borin saman við altaristöflur Hallgríms í Þjóðminjasafni, frá Upsum í Svarfaðardal (Þjms. 4794, máluð 1771) og frá Brettingsstöðum á Flateyjardal (Þjms. 8570, máluð 1770), sést t.d. að stafirn- ir I og R eru af nákvæmlega sömu gerð, X að kalla eins, bogar á öðrum leggnum nema spegilventir á grafskriftinni, tvö N eru táknuð með striki yfir og U líkt og N en með öfugum skálegg, en þessi síðastnefndu dæmi sjást reyndar á fleiri hlutum frá þessum tíma. - Fleiri einkenni eða svip- brigði mætti tína til sem renna stoðum undir það, sem telja verður örugga vissu, að Hallgrímur hafi skorið og málað þessa minningartöflu séra Ólafs Þorlákssonar. Nefna má, livers vegna menn hafi heflað letrið af grafskriftinni er hún var tekin í súð og árefti, svo að það er nú víða afmáð. Svarið er sennilegast það, að mönnum hafi þrátt fyrir allt þótt hálfóviðeigandi að fá þessum gamla kirkjugrip slíkan sess sem súðarfjöl eða árefti í bæjargöng og smiðju.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.