Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 145
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
149
Sjóminjasafn
Við safnið starfar forstöðumaður, Agúst Georgsson þjóðháttafræðingur,
og tveir gæzlumenn í hlutastarfi.
í safnið komu 2736 manns. Það er opið um helgar að vetrinum en alla
daga nema mánudaga að sumrinu.
Sýning um skipstjórnarfrædslu var opnuð í safninu 29. júní vegna 100 ára
afmælis Stýrimannaskólans í Reykjavík. Mun hún standa fram á árið 1992.
Gufuketillinn úr togaranum Coot, sem stendur skammt austan við safn-
ið, var sandblásinn vandlega og ryðvarinn. Einnig var haldið áfram við-
gerð á loftskeytaklefanum úr togaranum Geir.
Á geymslusvæðinu í Vesturvör í Kópavogi var smíðað stórt bátaskýli og
settir þar í velflestir bátar safnsins, sem verið höfðu sumir úti en aðrir um
skamman tíma inni í geymslunni í Vesturvör. Margir þeirra eru nú illa
farnir af elli og stöðugum flutningum.
Ýmsar ferðir voru farnar til gripaöflunar handa safninu. Meðal helztu
gripa sem við bættust eru bátar, Blíðfari og Björgvin frá Skarði, sem fyrr
er getið, og verkfæri til bátasmíða úr eigu Stefáns Péturssonar frá Rekavík
bak Höfn, festarauga og sigahjálmur, innrammað líkan af seglskipinu
Himalaya, sm. af Sigurði G. Guðnasyni í Hafnarfirði, og ýmsir hlutir frá
útgerð togarans Surprise.
Prentuð rit starfsmanna safnsins
Árni Björnsson: Góa. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1990.
Elsa E. Guðjónsson: Gömul munstur í nýjum búningi. Kynning á munstrum
unnum eftir gömlum íslenskum íslenskum fyrirmyndum. I sýningarskrá.
Sama: Rejtar í íslenskum miðaldaheimildum fram til 1569 (ás. ritaukum. Er-
indi, sem flutt var í Vísindafélagi íslendinga).
Sama: Útsaumaður borði úr Snóksdalskirkju. Breiðfirðingur, 49. ár, 1991.
Guðmundur Ólafsson: Fornleifarannsóknir að Bessastöðum 1987-1989. Ing-
ólfur 4.
Sami: Fornleifaskráning og fornleifavernd. Sveitarstjórnarmál 2. tbl. 1991.
Sami: Tölvuskráning muna og minja í Þjóðminjasafni Islands. Sagnfræði og
tölvur.
Hallgerður Gísladóttir (ásamt Árna Hjartarsyni og Guðm. J. Guðmunds-
syni): Manngerðir helíar á Islandi. Reykjavík 1991.
Kristín H. Sigurðardóttir: Bevaring af ruiner pá Bessastaðir. I Danmarks
ruiner - Ruinrestaurering. Nordisk seminar 9-12 april 1991.
Sama: Konservatorers rolle i lslands Nationalmuseum. í Konservatorn i Fok-
us, 1991.