Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 29
UM ROKKA
33
20. mynd. Rokkhjól, svo-
nefnt borðhjól, í Byggða-
safni Rangæinga í Skóg-
um. Hjólið er af vamba-
rokki smíðuðum af Jóni
Jónssyni í Hamragörðum
1836. Á pví er, auk ártals-
ins, eignarmark konu Jóns,
Katrínar Einarsdóttur.
Aðeins hjólið af rokknum
hefur varðveist. BRS 4348.
Ljósm.: Hannes Pálsson.
Þriðji rokkurinn sem Þjóðminjasafnið eignaðist af þessari tegund var
keyptur 1920 og skráði Matthías Þórðarson hann meðal annars á þessa leið:
„Skotrokkur, útlendur að gerð, sagður skozkur að uppruna, en hefur verið
notaður á íslandi mjög lengi eða frá því hann var nýr." Um aldur rokksins
segir að hann sé „varla eldri en frá miðri 19. öld," að eigandi hans „fyr"
hafi verið Jóhanna Þórðardóttir, systir Jóns Thoroddsen, en síðar dóttir
hennar, Margrét Pálsdóttir.150 Var Jóhanna (f. 1817) gift Páli Guðmunds-
syni, silfursmið og hreppstjóra á Reykhólum.151 Á rokknum eru tveir fram-
stólpar (uppstandarar); svo er einnig á rokknum frá Loftsstöðum - og
raunar einnig á skotrokki sem var á Borðeyri um 1880-1881 og áður var
getið152 - en á öðrum spunarokkum með liliðarhjóli sem höfundur veit
deili á hér á landi, meðal annars rokknum frá Húsafelli, eru framstólparnir
fjórir.153
Fjórði skotrokkurinn í eigu Þjóðminjasafnsins kom þangað 1956. Sam-
kvæmt upplýsingum sem honum fylgdu er hann úr eigu Guðríðar Olafs-
dóttur (f. 1864, d. 1942), konu séra Magnúsar Blöndal Jónssonar í
Vallanesi.154 Engar nánari upplýsingar liggja fyrir um uppruna þessa
rokks.
Hið sérstaka skotrokksheiti fylgdi ekki rokkunum í Minjasafni Austur-
lands og Minjasafninu á Burstarfelli. Óvíst er um uppruna þess fyrri, en