Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 9
UM ROKKA
13
3. og4. mynd. Fornir rokkar ínotkun. Kalkmálverk ídanskri kirkju,frá öndverðri 16. öld, og
mynd i tékknesku handriti frá um 1360. Úr Bjorn, bls. 32, og Kybalova, o. fl., bls. 120.
mjókkaði niður frá snúðnum. Hnokkinn, lítill krókur úr eir eða járni, var
festur í efri halaendann (1. mynd).5
A halasnældu er spunnið í tveimur áföngum. Þegar lyppu hefur verið
fest í hnokkann er snúð hleypt á snælduna með hægri hendi og spunnin
eins löng færa úr lyppunni í vinstri hendi og aðstæður leyfa.6 Síðan er
þráðurinn undinn upp á snælduhalann með því að snúa honum hratt í
hendi sér; er það kallað að kingsa.7 Var ýmist setið eða staðið við snældu-
spuna (2. mynd).8
Orðið rokkur í sambandi við spuna kernur fyrir í fornum íslenskum
heimildum; til dæmis segir á einum stað að garn hafi verið spunnið af
rokki.9 Forn rokkur var prik, misjafnlega langt, sem notað var í tengslum
við halasnælduspuna; var spunaefnið, tó eða lín, bundið við efri enda
rokksins, og dregið úr því þegar spunnið var. Hélt spunakonan ýmist á
rokknum undir vinstri hendi, eða hafði hann milli fóta sér; einnig gat verið
að honum væri stungið niður í gólf eða hann festur við setbekk (3. rnynd)
eða á stand (4. mynd).10 Ahald þetta virðist ekki nefnt í íslenskum heirn-
ildum frá síðari tímurn, en notkun þess er þekkt erlendis, og eftir að spuna-
rokkar kornu til sögunnar var algengt, einkurn þar sem lín var spunnið, að
teini sem hægt var að binda spunaefnið við væri kornið fyrir á þeim, fyrir
ofan og/eða til hliðar við snælduumbúnaðinn; er teinn þessi nefndur hör-
brúða.11