Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Blaðsíða 11
UM ROKKA
15
6. mynd. Spunnið n handknúinn skotrokk. Lýsing í'Luttrell Psalter, ensku hnndritifrn 1338.
British Libraiy, Add. Ms. 42130, f. 193. Úr Baines, bls. 55.
Handknúnir skotrokkar
Flýtisauki var að því að spinna á hjólrokk frekar en halasnældu. Reynd-
ist hann enda henta sérlega vel til spuna á snúðlinu ullarloðbandi í fyrirvaf
í ýfð og lóskorin klæði sem urðu algeng iðnaðar- og verslunarvara á Vest-
urlöndum á síðmiðöldum.15 Þegar við lok 13. aldar (1298) er raunar vitað
að klæðavefurum í borginni Speyer á Þýskalandi hafði verið veitt leyfi til
að nota hann við spuna á ívafi, en samkvæmt myndum í enskum handrit-
um var rokkur af þessu tagi kominn til Englands, líklega frá Hollandi, á
14. öld (6. mynd).lD
Við spuna á rokk sem þessum er notuð hliðstæð aðferð og við snældu-
spuna, þ.e. spunnið er í tveimur áföngum. Er snældunni, ekki ólíkri hala-
snældu, komið fyrir útafliggjandi, til dæmis milli tveggja standara á palli,
og henni snúið með því að knýja með handafli stórt hjól sem fest er við
pallinn til hliðar við snælduna, en tengt henni með rokksnúru. Er ýmist
staðið eða setið við spunann, rokkurinn knúinn með hægri hendi en
spunnið með þeirri vinstri, og þegar færan er orðin eins löng og handlegg-
urinn nær frá rokknum, er rokkhjólið stöðvað og því snúið í öfuga átt, en
þræðinum haldið nokkurn veginn samhliða rokknum og hann undinn upp
á snælduna.17
Rokkur þessi var nefndur ýmsum nöfnum, í Englandi great wheel og
fersey zvheel, í Skotlandi muckle wheel, á írlandi long wheel, í Norður-Ameríku
wool wheel og ivalking wheel, í Þýskalandi Handrad, Schweitzerrad, eða Grofle
Spinnrad, í Hollandi spinnewiel met naakte spil, og í Svíþjóð Idngrockf8 í Dan-
mörku hlaut hann heitið skotrok og var það tekið upp bæði í Noregi, skot-
trokk,19 og á íslandi skotrokkur; hins vegar hafa Færeyingar nefnt hann
spunalag eða kjolrokkur (7. og 8. mynd).20