Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 126

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 126
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þegar grafskriftin var í kirkjunni hefur hún verið áberandi gripur, svört og með hvítu letri sem skar sig vel úr. Það hefur líklegast ekki þótt vel við- eigandi að láta grafletur blasa við í þekjunni á bænum, því að menn létu leturhliðina snúa inn, og því verið heflað af henni til að minna bæri á því. Og svo þegar fjölin var komin upp í hálfdimmt rjáfrið sást tæpast lengur það sem eftir var af letrinu, enda tók enginn eftir því í seinni tíð fyrr en farið var að hreyfa við þekjunni, meira en öld eftir að bærinn var byggður. Það er óvenjulegt á slíkri grafskrift, að getið sé, hvaða ritningartexti var valinn við útförina, en það er reyndar einnig tekið fram á grafskriftinni yfir séra Þorstein Ketilsson. Líklegast hefur sr. Björn Magnússon á Grenjaðar- stað jarðsungið séra Olaf og lagt út af síðara pistli Páls postula til Tímóteus- ar, 4. kapítula, 6.-8. versi. Til gamans skal sá texti tekinn upp úr Steinsbiblíu, prentaðri 1728, sem líklegast er að lesinn hafi verið yfir séra Olafi Þorlákssyni, er hann var jarðsunginn í Þverárkirkju sumarið 1756: Því ég verð nú fórnfærður og tími minnar burtlausnar er nærri. Ég hefi góðri baráttu barizt, skeiðið fullendað, trúna varðveitt. Framvegis er mér afsíðis lögð réttlætisins kóróna, hverja mér mun gefa Drottinn, sá réttláti dómari, á þeim degi, en ekki alleinasta mér heldur og öllum þeim, sem elskað hafa hans opinberan. Summary In 1988 resp. 1990 two panels with incised inscription were found as roof-timber in the 19th century farmhouse at Þverá in Laxárdalur, Northern Iceland, now preserved as national monument. When put together these proved to be an epitaph of the reverend Ólafur Þorláks- son (ca 1693-1756), who was buried at Þverá and his epitaph then hung up in the church at the place. When the farmhouses were rebuilt around the middie of the last century the wood- en boards of the epitaph have been used as roof-timber. The epitaph itself is apparently carved by the well known farmer and skilled carpenter and painter Hallgrímur Jónsson (1717-1785). From his hand there are known some primitive altar-pieces, but also some other epitaphs of a type similar to this one.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.