Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 89
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA 93 í Ferðnbók Ólafs Olaviusar frá 1775-7 er getið um Flatey: hún er allstór og lítt rómuð fyrir frjósemi. Þó eru þar 4 býli ,.."74 Rit Kristians Kálunds sem hefur verið kallað íslenzkir sögustaðir í ís- lenskri þýðingu kom út á árunum 1877-1882. Þar segir um landkosti í Flat- ey: „Eyjan er grösug og þar eru ýmsir bjargræðismöguleikar."75 Telur Kálund Flateyinga „öllu betur setta" en fólkið á Flateyjardal. í Ferðabók Þorvalds Thoroddsens, sem segir frá rannsóknum á árunum 1882-1889, eru fróðlegar athugasemdir um Flatey: Aflapláss er þar gott, en gæftir misjafnar; rif sem brýtur á þegar sjógangur er nær frá eynni til lands. Á Flatey og í Flateyjardal er fátækt fólk og heyrir þessi byggð öll undir Hálshrepp, og þykir Fnjóskdælingum aukast við það sveitarþyngsli, hafa viljað skipta hreppnum, en það vilja þeir sem búa á Flateyjardal eðlilega ekki, því þar eru flestir fátæklingar sem eru í vandræðum ef sjórinn bregst.76 í Lýsingu Islands, sem kom út árið 1908, hefur Þorvaldur þessu við að bæta: í Flatey eru landgæði lítil og mikið vetrarríki, íbúarnir lifa því mest á sjávarútvegi,...; þar eru 5 eða 6 býli og kirkja hefur verið þar til skamms tíma. 1 Flatey hafa komið harðir jarðskjálftar, einkum þó 1260 og 1755, þá féllu allir bæir í eynni.77 Ályktanir Höfn er best í Flatey á suðausturhorninu þar sem hún er nú. Aðstæður til sjósóknar á bátum fortíðarinnar hafa verið góðar. Búsæld til landsins í eynni hefur farið mjög eftir því hvort menn hafi borið gæfu til að forðast ofbeit sem leiddi til uppblásturs. Þetta kynni að vera skýringin á mismun- andi ummælum um búsæld í heimildum. Eyjan verður að teljast grösug nú eftir að hafa verið í eyði um áratuga skeið. Bæjarstæði virðast við fyrstu sýn eðlilegust á þeim slóðum þar sem hús standa nú í eynni, enda hafa bæir staðið þar svo lengi sem ritheimildir ná til, sjá hér á undan. Ekki síst hefur verið gott bæjarstæði á hæðinni þar sem kirkjan stendur. Þar er þurrlent og útsýni gott til allra átta og m.a. auðvelt að fylgjast með mannaferðum úr landi og við land. Bæjarstæði í Arnargerði sýnist ekki eins hentugt. Skýiastur munur er á útsýni því að frá gerðinu sér ekki á sundið milli lands og eyjar. Af ein- 74. Ólafur Olavius, 1965, 60. 75. Kálund, 1986,104. Sbr. danskan frumtexta hjá Kálund, 1879-82,137. 76. ÞorvaldurThoroddsen, 1958-1960,17. 77. Þorvaldur Thoroddsen, 1908,132. — Jarðskjálfti varð einnig við Skjálfanda árið 1872 þó að Þorvaldur geti hans ekki af einhverjum ástæðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.