Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 74
78 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS væri að Stjörnu-Oddi hefði haft einhvers konar bækistöð í Arnargerði. Var þá upphaflega haft í huga það líkan að athugandi hefði staðið í miðju gerðinu og notað garðinn sem viðmiðun um sólargang, t.d. með því að setja þar niður stengur til að miða í. Síðar voru önnur líkön einnig tekin til athugunar. Þeir Guðmundur og Þorsteinn fengu styrk úr Vísindasjóði til fornleifa- rannsókna í Arnargerði 1990. Einnig fékk Þórir Sigurðsson styrk til verk- efnisins frá Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri. Er þessi aðstoð hér með þökkuð svo sem vert er. Hinn 1. júlí 1990 var aftur haldið út í Flatey. Auk Guðmundar, Þorsteins og Þóris slóst Grétar Guðbergsson jarðfræðingur með í förina og sá hann um jarðfræðilegar greiningar í leiðangrinum. Aðstoðarmenn voru þeir Björn Þorsteinsson og Þorsteinn Jónsson. Komið var til Húsavíkur um kl. 19.00 um kvöldið og upp úr kl. 20.00 var siglt af stað út í Flatey á Sæunni, bát Sævars Guðbrandssonar. Tók ferðin um einn og hálfan tíma í úfnum sjó og urðu leiðangursmenn fegnastir því er í land var komið. Þórir hafði útvegað leiðangrinum húsaskjól í timburhúsinu Sólvöllum sem er skammt upp af bryggjunni í Flatey, og er eign Njáls Bjarnasonar. Um Stjörnu-Odda og Odda tölu Maðurinn og talan Eitt merkasta framlag Islendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvís- inda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Islandi og vitað að tiltekin erlend rit um þessi efni voru til í landinu. Það kemur m.a. fram í ritinu Rímbeglu frá því um eða eftir miðja tólftu öld, en þar segir frá ýmsum innfluttum fróðleik um stjörnur og rím (tímatal).3 Auk þess getur þar að lesa nokkra kafla sem bera glöggt vitni um sjálfstæðar athuganir íslenskra manna, og er Odda tala helstur þeirra. Elsta handrit hennar er talið vera frá því um 1180.4 Eina heimild okkar um Odda sjálfan er í svokölluðum Stjörnu-Odda draumi, sem er einn af íslendingaþáttum. Helsta handrit hans er frá hendi Arna Magnússonar og árinu 1686, gert eftir skinnbók frá því laust fyrir 1. Björn M. Ólsen, 1914; Beckman, 1916; Þorkell Þorkelsson, 1926; Zinner, 1933; Reuter, 1934; Þorsteinn Viihjálmsson, 1990; Þorsteinn Vilhjálmsson, 1991. 2. Beckman, 1916, xxiv-xxv; Björn M. Ólsen, 1914,1-15. 3. Beckman og Kálund, 1914-16,1-64. Odda tala er á bls. 48-53. 4. Þórhallur Vilmundarson, 1991, ccxii, og tilvísanir þar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.