Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 2
2 NORÐURLJÓSIÐ KRISTNA TRÚIN í KÍNA Hvernig hélt hún lífi? Eftir DAVID ADENEY Fyrrverandi kristniboði í Kína kemur þar aí'tur. Þá sér hann, að hlið Heljar urðu ekki yfirsterkari. (Matt. 16. 18.) Hér birtist frásögn hans, stytt: Við, félagi minn og ég, vorum í Kína. Tuttugu og níu ár voru hðin, síðan ég fór frá þessu geysistóra landi og fólki þess, árin 1949 og 1950. Kína hafði lok- að dyrum sínum fyrir erlendum kristniboðum, eins og okkur. Þó var það aldrei „lokað land“, eins og sumir höfðu sagt. Kristniboðum erlendum voru dyrnar luktar. En það var engin hindrun Anda Guðs. Þeim var haldið opnum af kínverskum braeðrum og systrum. Er við fórum til kínverska múrsins mikla, urðum við undrandi að sjá þar erlenda ferðamenn. Japanir voru þar og Búddha-trúar munkar. Gestir voru þar úr mörgum löndum Suð-austur Asíu innan um mikinn fjölda Kínverja: hermenn í grænum herbúningum, verksmiðjufólk, bændur, nemendur og kennarar, komnir alstaðar að af landinu. Sóttust þeir eftir að ræða við okkur og létu okkur fúsir í té heimilisföng sín. Sá þáttur í heimsókn minni gladdi mig mest, að ég fyrirhitti fomvini kristna. I flughöfninni heyrði ég, að einhver kallaði nafnið mitt. Er ég horfði upp á efsta áhorfenda pallinn, sá ég bróður, er ég hafði eigi litið síðan 1956. Hann var þá við nám í Bandaríkjunum. Komst hann þar til lifandi trúar á Krist. Hann gerði sér ljóst, að margar hættur biðu hans, er hann kæmi aftur til Kína. Þá skrifaði hann mér þetta: „Það skiptir ekki máli, hvort ég lifi sex mánuði eða sex ár, ef ég „fullna skeiðið og þjónustuna, sem ég tók við af Drottni Jesú: að vitna um fagnaðarerindið um Guðs náð“.“ (Post. 20. 24.) Frá honum heyrðist ekkert í 23 ár. Þá var það í september í fyrra, að bréf kom frá honum. Fullt var það af lofgerð til Guðs og tilvitn- unum í ritningarnar, hvernig hann hafði með allri kostgæfni þjónað landi sínu. Drottinn hafði varðveitt hann. Hvílík gleði það var: að mæta honum aftur og að við gátum ræðst við og borið saman, hvað Guð hafði gjört fyrir okkur á þesum liðnu árum. Fáeinum mínútum eftir þessa fyrstu endurfundi, hitti ég gamlan mann á áttræðisaldri. Hann hafði ferð- ast langa leið til að finna mig. „Þekkir þú mig?“ spurði hann. Síðar stóð ég við stundum saman heima hjá honum, kynntist fjölskyldu hans og öðrum kristnum. Minnisstæðast var þó, ef til vill, er hurð var lokið upp og bróðir, hvítur fyrir hærum, sagði: „Ég er Stefán.“ Ekki hafði ég séð hann í þrjátíu ár. Ég vissi það, að á meðan stóð yfir „Menningar byltingin,“ hafði hann þjáðst mikið. Tuttugu ár í fangelsi og í þrælkunar-vinnubúðum höfðu skilið sín merki eftir á honum. En geislandi bros og sterkt traust á Drottni voru sannur innblástur. Ég hitti líka aðra fyrrverandi samverkamenn. Oft varð gleðin blandin sorg, er ég heyrði sagt frá miklum þjáningum og líka sögur af sumum, er sleppt höfðu trú sinni vegna ofreynslu hennar. Hins vegar var mér uppörvun, er ég hitti áhugasamt, ungt fólk, sem lært hafði að þekkja Krist hjá kristnum foreldrum eða trúuðum vinum. Enginn vafi er á því, að kristin kirkja er í Kína bráðlifandi. Ég var í kirkju, er stjórnin lét opna ný- lega. Þar voru 1500 manns. Ég fann l£ka bræður og systur, sem voru mjög starfssöm í heimilis-söfnuð- unum til og frá um landið. (Heimilis-söfnuðirnir hafa engar kirkjur, heldur eru þeir samfélög trúaðra á heimilunum. Sbr. Post. 2. 44.-46. „Allir þeir, sem trúðu, voru saman og höfðu allt sameiginlegt.” Lesið framhaldið. Þýð.) Þeir voru dreifðir til og frá um landið. I Canton fór leiðsögumaður okkar með okkur í rómversk-kaþólsku dómkirkjuna. Hún hafði aðeins verið opin í þrjá sunnudaga. Um það bil 100 Kínverj- ar og ef til vill 50 eða 60 útlendingar voru við guðs- þjónustuna, sem fór fram á latínu. Söngur var þar ekki né ræða. Ég sat ámilli Kínverjaog Afríkumanns. Varð ég mjög undrandi, er Afríkumaðurinn tók fram biblíu, er stóð á: „Kirkja Uganda.“ Síðar meir vorum við á guðsþjónustu hjá Mót- mælendum. Kirkjan tilheyrði áður Baptistum (Skír- endum). Hún var troðfull... Margir fögnuðu því, að þeir gætu aftur sungið opinberlega velkunnu sálm- ana. Þarna var margt af ungu fólki og dálítið af börn- um . . . Safnaðarhirðirinn flutti biblíulegan boðskap um: „Að fylgja Kristi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.